Skírnir - 01.01.1965, Síða 112
102 Finnbogi Guðmundsson Skimir
Þessi tvö dæmi og þó einkum visan, er áður var fjallað
um, nægja til að sýna, að hinir norrænu aðkomumenn í
eyjunum hafa stundum áreitt munkana, sambýlismenn sína,
og skapraunað þeim. Og svo rammt hefur loks að þessu
kveðið, að Davíð Skotakonungi (d. 1153) þótti eitt sinn
ástæða til að senda Rögnvaldi áminningarbréf vegna áreitni
jarls og manna hans við munka. Bréf konungs hljóðar svo
í þýðingu:
Davíð Skotakonungur sendir kveðju Rögnvaldi Orkneyja-
jarli og jarli og öllum góðum mönnum á Katanesi og í Orkn-
eyjum. Ég býð og hrýni fyrir yður, að þér, að sama skapi
sem þér unnið mér, látið yður annt um munkana í Dumoch
á Katanesi, menn þeirra og eignir; og þér vemdið þá, hve-
nær sem þeir koma meðal yðar, leyfið ekki, að nokkur geri
þeim mein eða hæðist að þeim, né láti það viðgangast.
[Gert] í Abernithi, að viðstöddum kanslara og
Herberti gjaldkera.1)
J) Bréfið er prentað í Diplomatarium Orcadense et Hialtlandense,
I. bindi, 1. hluta, 17,-—18. bls.:
David Rex Scottorum Reinwaldo Comiti de Orchadia et Comiti et omni-
bus probis hominibus Cateneis et Orchadiæ, salutem. Mando vobis et
præcipio, quod, sicut me diligitis, monachos et homines eorum et res,
habitandes ad Durnoch in Cateneis, diligatis; et ubicunque inter vos ven-
erint manuteneatis; non permittendo, quod aliquis eis injuriam vel con-
tumeliam faciat, nec fieri permittat: testibus Cancellario et Herberto
camerario: apud Abemithi.