Skírnir - 01.01.1965, Síða 113
SVEINN EINARSSON:
HELGILEIKIR OG HERRANÆTUR.
Það munu flestir fróðir menn telja, að upphaf leiklistar-
menningar heimsins sé hjá Fomgrikkjum. Að vísu mun hafa
verið leikið annars staðar fyrr í sögunni, til dæmis hjá Fom-
egyptum, en heimildarrit, sem skýrði frá leik þeirra, hefur
því miður glatazt. Með báðum þessum þjóðum er bersýni-
legur trúarlegur uppmni leikja, milli frumstæðustu leiklistar
og helgisiða eru æðióglögg skil; skáldskapur leiksviðsins er
sprottinn upp úr guðsdýrkun. Leikritun Grikkja nær hæst
á fimmtu öld fyrir Krist, en blómaskeið leiklistar þeirra ríkir
stórum lengur. Leiklist og leikritun Grikkja mótar leiklist og
leikritun Rómverja, sem leggja fátt nýtt eða frumlegt til mál-
anna. Rómverskir leikarar náðu ugglaust miklum listþroska,
en kannski vom ýmiss konar blóðugir hringleikar meira að
smekk rómversks almennings. Tvö ný leikform fæðast þó hjá
Rómverjum. Úr harmleikunum þróast pantomimes, látbragðs-
leikir, þar sem kór eða forsöngvari syngur eða rekur með
framsögn söguþráðinn, en aðrir túlka hann síðan með lát-
bragðsleik. Enn meiri hylli nutu mimes eða mímuleikir, sem
vom einfaldir í sniðum og alþýðlegri, skop, stundum ádeilu-
kennt, stundum gróft, stuttir þættir, þar sem það, sem efst
var á baugi, var tekið til meðferðar án allrar andaktar, en
kannski hefur efnisþráðurinn verið stundum fenginn að láni
frá farsahefð, sem hófst með Dórum á Peleponnesosskaga og
Rómverjar kynntust í formi atellönsku farsanna, sem kennd-
ir eru við smábæ í því héraði, sem nú nefnist Campania. Á
síðustu öldum fyrir fall Rómaveldis voru mímuleikir nálega
eina leiklistargreinin, sem enn var við lýði og hylli naut.
Kristin kirkja lagði þó allt kapp á að útrýma þeim og ýmsir
kirkjufeður voru ómyrkir í máli, er þeir vöruðu við siðleysi