Skírnir - 01.01.1965, Side 114
104
Sveinn Einarsson
Skírnir
leikjanna. Því er ekki að leyna, að stundum hæddust mimu-
leikararnir að frumkirkjunni og siðum hennar. Eftir fall
Rómaveldis spyrst lítið til þessara fulltrúa hinnar uppruna-
legu leikþarfar, nema helzt að í Byzantium hafi þeir haldið
áfram að stunda list sína og það allt fram undir fimmtán
hundruð eftir Krist. Fyrir því eru líkur, en þetta er þó mikið
til órannsakað mál, enda heimildir af skornum skammti.
En ef það er kirkjan, sem útrýmir leiklistinni, þá er það
líka hún, sem vekur hana til nýs lífs, og það gerist á 10. öld.
En lá þá öll leikþörf mannsins i dái í þessar fjórar—fimm
aldir? Ýmsir leiklistarfræðingar hafa átt erfitt með að trúa
því. Þær fáu heimildir, sem minnast á joculatores, vagantes,
histriones eða þar sem trúðar og leikarar leika um völl eins
og það heitir í kvæði Gríms, hafa gefið slíkum kenningum
byr undir báða vængi, en enn sem komið er, fæ ég ekki séð
annað en ímyndunaraflið hafi þurft að hlaupa fullmikið
undir bagga hjá þessum fræðimönnum. Mímuleikarnir höfðu
myndað eiginlega leikflokka; þeir báru hvorki koþurnur,
styttuskó Grikkja né soccus, ilskó Rómverja, heldur voru þeir
berfættir og kallaðist mímuleikarinn ósjaldan planipes, her-
fætlingur. Það dró ekki úr vinsældum mimuleikflokkanna, að
í þeim voru konur, fyrstu leikkonur veraldarsögunnar, sem við
þekkjum til. Theodóra keisaraynja var t. d. mímuleikkona í
æsku sinni; henni þótti margt betur gefið en siðprýði. Svo mun
hafa verið um fleiri berfætlinga; skáldið Seneca lýsir þeim
sem svo, að öllum tegundum mannlegra geðshræringa veit-
ist þeim auðvelt að lýsa, nema einni: að roðna af blygðun.
En ekki voru þó allir mímuleikarar ómóttækilegir fyrir fagn-
aðarboðskap og siðaprédikanir kirkjunnar; kunnugt er að
minnsta kosti um þrjá þeirra, sem létust sem píslarvottar fyr-
ir trú sína. Einn þeirra er Sankti Genesius, sem er verndar-
dýrlingur leikara.
Hér er um að ræða skipulagða leikstarfsemi, sem virðist
hafa náð nokkrum listþroska. Þeir joculatores eða trúðar,
sem skemmta á mörkuðum eða við hirðir næstu aldir virðast
af nokkuð öðrum toga spunnir. Sumir fræðimenn vilja fyrir
hvern mun, að þeir hafi myndað leikflokka og ferðazt um;