Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 116
106
Sveinn Einarsson
Skírnir
anna frá því, er postularnir, Pétur og Jóhannes, frétta af
upprisu frelsarans, að þeir hraða sér að gröfinni, og úr þessu
varð í rauninni kapphlaup í kirkjunni milli tveggja í kórn-
um, sem fóru með hlutverk postulanna. Annar guðspjalla-
maður lýsir því, að Magðalena hélt, að engillinn væri garð-
yrkjumaður. Og loks er því lýst hjá Markúsi, að þær María
Magðalena og María, móðir Jakobs, fóru snemma á páska-
dagsmorgun að kaupa ilmsmyrsl til að smyrja Jesúm. tJr
þessari frásögn var atriðið hjá kryddsalanum, unguentarius.
Brátt kom og þar að, að efni var einnig sótt í Gamla testa-
mentið, svo og ýmis apokryf rit, útlistanir ýmissa kirkju-
feðra. Helgisiðaleikirnir eru á latínu og kölluðust stundum
biblia pauperum, biblía fátæklingsins, enda tilgangur þeirra
augljós. Brátt fer líka að brydda á því, að mál almennings
komi þar fyrir. Elzti heillegi textinn af helgileik, sem til er
á fornfrönsku, mun vera frá því um 1200. Leiðbeiningar til
flytjenda eru þar eftir sem áður á latínu. Munkurinn Tutilo
i klaustrinu í St. Gallen hefur löngum verið nefndur sem
höfundur tropunnar úr páskamessunni: Quem queritis, sem
einnig hefur verið nefnd Visitatio sepulchro. Hann lézt um
915. Tvö frönsk klaustur gátu sér einnig frægð fyrir samn-
ingu tropa, St. Martial í Limoges og Fleury í St. Benoit-sur-
Loire, en annars breiddust helgisiðaleikirnir fljótt út í ka-
þólskum löndum. 1 Bretlandi er til Concordia Regularis, sem
kennd er við biskupinn Aethelwold í Winchester, og er safn
tropa og leikrænna lítúrgískra texta, sem viðgengust í reglu
Benediktínamunka i öllu Bretlandi; safnið er frá því um 975.
Kunnugt er um helgisiðaleiki nokkuð snemma bæði i Þýzka-
landi, Italíu og á Spáni.
Eftir því, sem leikirnir þróuðust, var meira og meira kapp
lagt á að gera atburðarásina sem áþreifanlegasta og ljósasta,
þó að rými kirkjunnar setti náttúrlega ýmsar hömlur. í jóla-
leiknum var tilbeiðsla barnsins í vöggunni höfuðatriði, og þá
var komið fyrir vöggu við háaltarið og þar í var sett brúða.
Asni fékk einnig að taka þátt í leiknum og svo náttúrlega
vitringarnir þrír frá Austurlöndum, en stjarnan, sem lýsti
þeim til Betlehem, var ljósker, sem fært var á þræði í hvelf-