Skírnir - 01.01.1965, Page 119
Skírnir
Helgileikir og herranætur
109
Tonlistin við þann leik hefur varðveitzt og mun elzta varð-
veitta sviðstónlist, sem til er.
Hugsanlegt er, að jongleurs eða trúðar hafi haft einhver
áhrif á mótun þessa veraldlega leikskáldskapar, einkum Jeu
de la Feuillée, sem er einstakur í sinni röð; en hvernig stóð
á því, að framhald þeirrar þróunar kemur ekki fyrr en tvö
hundruð árum siðar eða um 1470 með farsanum um Pierre
Pathelin, sem er ósvikinn lítill skopleikur eftir óþekktan höf-
und, lítil perla í leikbókmenntunum. Andinn í Jeu de la
Feuillée minnir á Aristophanes, en ekki eru miklar horfur
á því, að Adam hafi þekkt þetta höfuðgleðileikjaskáld Grikkja.
Latneski gleðileikjahöfundurinn Terentius var nálega sá eini
af leikskáldum fornaldar, sem miðaldamenn þekktu; verk
hans voru notuð til latínukennslu í prestaskólum. Ekki verð-
ur sagt, að form og stíll Terentiusar hafi mikil áhrif á leik-
ritun miðalda, hvorki veraldlega né helgileiki. Eina undan-
tekningin er nunna ein, Hroswitha að nafni, sem lifði í
klaustrinu í Gandersheim í Saxlandi á tíundu öld. Hún tók
sér form Terentiusar til fyrirmyndar, er hún samdi stutta
leikþætti í guðrækilegu uppbyggingar skyni. Hvort meðsystur
Hroswithu í klaustrinu léku þessi leikrit með henni er ósann-
að mál, hitt virðist ljóst, að aðrir fara ekki að dæmi hennar.
En með renaissance- eða endurreisnartímanum fær Teren-
tius sína uppreisn. Á árunum frá 1480 til 1530 eru verk hans
gefin út í myndskreyttum útgáfum víða á meginlandinu;
hann hefur grundvallaráhrif á leikritun og leiklist sextándu
aldar í Evrópu.
Með renaissansinum komu einnig fram nokkrir hjarðleik-
ir, einkum í Italiu, í líkingu við pastorale í öðrum greinum
skáldskapar. En þá er liðið á þriðja hundrað ár, síðan Adam
í Arras samdi sinn leik um Robin og Marion. Varla hefur
sá leikur sprottið alskapaður eins og Aþena úr höfði Seifs;
áhrif riddaramennskutímans á leiklist er ókönnuð.
1 Bretlandi er til frá svipuðum tíma og leikrit Adam de
la Halles leikritsbrot, sem er veraldlegt að öllu leyti og kall-
ast Interludium de clerico et puella. Frá því upp úr fimm-
tán hundruð eru til fjölmörg svokölluð interludes eftir John