Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 120
110
Sveinn Einarsson
Skírnir
Haywood, sem er fyrsta gamanleikskáld Breta. Leikrit hans
eru skopleikir, sem eru að þróast yfir í gamanleiki, en efni
og andi er miðaldanna, ekki endurreisnartímans. Þegar nálg-
ast miðja öldina, rís upp svipaður skáldskapur í Þýzkalandi.
Það eru hin svo kölluðu Fastnachtspiele, sem kennd eru við
föstuinngang. Miðstöð þessara leikja var i Nurnherg, og þar
munu þeir í fyrstu hafa verið fluttir inni í einni af kirkjum
borgarinnar, enda varð siðlegur boðskapur þeirra aldrei dreg-
inn í efa, þó að þeir væru alþýðlegir í stíl sínum. Höfuð-
skáld Fastnachtspiele var Hans Sachs, og hafa varðveitzt frá
hans hendi fjölmörg leikrit, enda var Sachs með afhrigðum
afkastamikill. Tvö leikritsheiti gefa örlitla hugmynd um efn-
ið: Der Fahrende Schuler im Paradies og Der Rossdieb zu
Funsing mit den tollen Bauern. Enn fleiri dæmi um leikja-
smið af þessu tagi má nefna: 1 Hollandi varð til eins konar
bændakomidía, sem minnir á verk Sachs, á Italíu semur
Georgio Allione da Asti skopleiki í miðaldastíl, og frá Spáni
hefur varðveitzt Samtal milli ástarinnar og gamals manns.
En svo varð til önnur tegund af óhátíðlegri leikskemmtan,
sem var sprottinn upp i sjálfri kirkjunni, helgileikirnir fæddu
beinlínis af sér andstæðu sína. Kapphlaup postulanna og at-
riðið í kryddkrambúðinni í helgisiðaleikjunum sló á nýja
strengi. Eftir því sem höfundarnir urðu djarftækari í efnis-
vali sínu úr Biblíunni, gaf auga leið, að skopleg atriði urðu
engin frágangssök. Frásögn Biblíunnar af Bileam og ösnu
hans varð vinsæl — varð einhverra hluta vegna eins konar
formynd þess, er Jesú hélt innreið sína í Jerúsalem á asna.
Hugsanlegt er, að ýmsir heiðnir siðir hafi blandazt hér sam-
an við, að minnsta kosti er flókið að útskýra, hvernig til
verður festa asinarium — asnahátíðin —, sem ungir presta-
skólanemar stóðu einkum fyrir og var eiginlega orgía, skop-
stæling, þess, sem þeir ella tömdu sér með andakt. Þessi hátíð
var einu sinni á vetri, ekki ósjaldan um jólaleyti eða á þrett-
ándanum og hefur kannski stuðlað að því að halda þessum
ungu, óstýrilátu mönnum í andlegu jafnvægi. Má sem hlið-
stæðu minna á satýrleikina grísku, sem leiknir voru á eftir