Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 122
112
Sveinn Einarsson
Skirnir
Á hátíð heimskingjanna varð þetta eintal að gleðiræðu: ser-
mon joyeux; þar var fylgt formi prédikunarinnar og stund-
um orðfæri, en efni var af öðrum toga spunnið, léttvægt,
óvirðulegt, grínagtugt, stundum þó með broddum.
En festa stultorum varð að sjálfsögðu aldrei annað en lítil
hliðargrein miðaldaleiklistar. Mikil áhrif á þróun og út-
breiðslu helgileikjanna hafði sú tilskipun Urbans páfa 4. 1264,
að Corpus Christi skyldi halda hátíðlegt í öllum kaþólskum
löndum með skrúðgöngum og öðrum tiltektum. Brátt tengd-
ust jóla- og passíuleikir þessari hátíð og urðu að löngum syrp-
um. Hið goðsögulega efni grísku harmleikjanna hafði ekki
rýmzt í einum leik, þá urðu til þríleikirnir —- þrjú sjálfstæð
verk, sem efnislega voru tengd. Hér endurtekur sagan sig.
Passíuleikirnir gátu orðið harla umfangsmiklir og langir;
höfundar eru margir og oftast ókunnir. Undantekning eru
til dæmis Gréban-bræður, Arnoul og Simon, sem lifðu um
miðja fimmtándu öld. Til er guðspjallaleikur eftir Amoul
Gréban, sem er 34.574 vísuorð; af því má draga ályktun inn,
að flutningi varð ekki lokið á einum degi. Til er safn post-
ulaleikja, sem flutt var í París 1545. Þar eru vísuorðin tæp-
lega 62 þúsund. Leikurinn var fluttur á sunnudögum og hófst
flutningurinn snemma um vor og lauk seint um haust, sjö
mánuðum síðar. Flutningur annars helgileiks tók 40 daga
samfleytt.
1 Bretlandi hafa einnig varðveitzt slíkar leikjasyrpur, og
eru fjórar kunnastar og trúlega svo til heillegar, þær eru
kenndar við Chester, York, Wakefield (Townley) og Coven-
try. Sumt er hið sama, leikir voru fengnir að láni frá bæ til
bæjar og flökkuðu einnig á milli landa. Er fram kemur á
fimmtándu og sextándu öld, er orðið algengast, að svokölluð
gildi, hálfborgaraleg, hálfgeistleg standi fyrir sýningum.
Þessi gildi urðu smám saman sem eins konar leikfélög at-
vinnumanna. Hið frægasta þessara, La Confrérie de la Pas-
sion, fékk einkaleyfi til leikstarfsemi í París í meira en eina
öld. Eftir að húmanismi endurreisnartímans var farinn að
móta smekk almennings, minnkaði hylli helgileikjanna, en
þó er til dæmis í Frakklandi getið um mikilfenglegt helgi-