Skírnir - 01.01.1965, Síða 124
114
Sveinn Einarsson
Skírnir
verður til sem kerfi, áður en leikurinn flyzt út úr kirkjunni.
Hvað var til dæmis eðlilegra, þegar leikurinn barst frá Heró-
desi til Pílatusar, en að þeim herrum væri komið fyrir á
ólíkum stöðum i kirkjunni. Þessi leiksvæði voru einfaldlega
nefnd .,loca“. Eftir að komið var á tröppurnar eða út á sjálf
torgin, varð það algengast í Frakklandi, að þeim loca, eða
vistum (mansions), eins og farið var að kalla þá, sem þurfti
til að láta söguþráðinn njóta sín, var raðað upp hlið við hlið
í einni línu, en svo var leikið framan við hinar ýmsu vistir
eða á milli þeirra. Góða hugmynd um þetta gefur mynd
eftir Hubert Cailleau frá passíuleik í Valenciennes í Frakk-
landi 1547. Til annarrar handar er himnaríki og yzt til hinn-
ar helvíti, sem er eldspúandi drekagin með árum og drýsil-
djöflum. Húsin á milli eru svo merkt: Hofið, Jerúsalem,
Höllin o. s. frv.
Simultansviðið i Þýzkalandi var með nokkuð öðrum hætti.
Það hefur stundum verið kallað teningslaga (kúbistiskt)
simultansvið — nafngiftin að sjálfsögðu okkar aldar —, þar
eð á leiksvæðinu er loca raðað upp í þrjár áttimar, en sú
fjórða er opin, svo að áhorfendur megi fylgjast með leiknum.
Ef um meiri háttar leiki var að ræða, gat leiksvæðið verið
heilt torg, áhorfendur gátu því verið í miðju og til einnar
hliðar.
t Bretlandi er til svipað fyrirkomulag, nema hvað loca
hefur verið stillt upp í hring. Þannig hefur til dæmis verið
sviðssetningin á siðbótaleiknum Castle of Perseverance, en
mynd af þeirri uppsetningu frá 1440 hefur varðveitzt. Hann
tilheyrir svokölluðum Cornish Cycle, þar sem þetta sviðs-
setningarform virðist hafa verið algengast. Annars virðist hið
flata simultansvið hafa verið notað í Bretlandi engu siður
en í Frakklandi, en einkennilegast er þó það form í Bret-
landi, sem kallað er pageants. Þá hafa verið byggð loca á
vögnum, sem fluttu sig frá torgi til torgs og gátu verið marg-
ir. 1 þeim fyrsta var leikinn fyrsti hluti, í þeim næsta það
atriði, sem þar fylgdi á eftir og svo koll af kolli. Áhorfendur
voru þá kyrrir á sínu torgi. Sams konar sviðssetningarmáti
var einnig til á Ítalíu við sacre rappresentazione, eins og