Skírnir - 01.01.1965, Page 125
Skírnir
Helgileikir og herranætur
115
helgileikur nefndist þar, og allar líkur til, að þetta form hafi
einnig þekkzt i Austurríki, Niðurlöndum og á Spáni. Á Italíu
nefndust pageants „edifizij“, sem þýðir einfaldlega bygging,
á Spáni carros.
í handritum miðaldaleikja er mikið um leiðbeiningar til
flytjendanna. En smám saman varð algengara, að einn leið-
beinandi eða forstöðumaður bæri höfuðábyrgð á flutningn-
um. Hann kallaðist þá maitre des sécrets — meistari leynd-
armálanna eða des feintes — þess sem kemur á óvart og
hrífur. Þessi nafngift bendir óneitanlega til, að leiðbeinendur
þessir hafi búið yfir ekki óverulegri sviðstæknilegri kunnáttu,
og sviðsetningarhandbók sem varðveitzt hefur frá Mons um
1500 tekur af öll tvímæli um tæknilega hæfni þessara manna.
Enda krafðist áhorfendaskarinn nýrra og nýrra áhrifameð-
ala; sum sviðssetningarbrögðin voru líka mjög hugvitsamleg,
en því er ekki að leyna, að undir lok helgileikjahalds voru
þau orðin æði-gróf. 1 frönsku handriti hljóðar ein leiðbein-
ingin svo: II faut du sang — það þarf að vera blóð — og
það munu hafa verið orð og að sönnu. En þar fyrir gleymd-
ist ekki, hver tilgangurinn var: lofsöngur hins kristna manns
vegna náðar og frelsunar. f lokin átti áhorfendaskarinn að
geta tekið undir þann lofsöng.
Helgileikjahald breiddist út um flest lönd Evrópu, þó að
mestum blóma næði það í þeim löndum, sem hér hefur ver-
ið rakið. En með vaknandi húmanisma endurreisnartímans
dofnaði áhugi á þeim, og þó að vitað sé um helgileikja-
flutning í mótmælendatrúarlöndum, voru það í rauninni
eftirhreytur. Um 1550 hefur leiklist miðalda lifað sitt feg-
ursta. önnur leiklist er að verða til að taka við.
Þeim mun undarlegra er að rekast á leiklistarform, sem
ber miðaldaeinkenni á fslandi nær tvö hundruð árum síðar
og tvö hundruð árum, eftir að Lúterstrú er komið á í okkar
landi. Það, sem ég á við hér, er Herranóttin. Hún er satt að
segja nokkuð einstæð í leiklistarsögunni, og tilkoma Herra-
næturhalds er leiklistarsöguleg gáta, sem enn er ógetin.
Allt er á huldu um, hvenær fyrst var leikið á íslandi. í
fornum heimildum er nokkrum sinnum minnzt á leik. Þann-