Skírnir - 01.01.1965, Side 126
116
Sveinn Einarsson
Skírnir
ig er í Sturlungu og Biskupasögum, en orðalagið gefur ekki
til kynna, hvort átt er við leik eða dans, sem þó virðist senni-
legra, enda virðist hann hafa tíðkazt hér nokkuð snemma.
Ýmsir dansleikir eru í eðli sínu leikræns eðlis, til dæmis
Hjartarleikur og Háu-Þóruleikur, en vikivakinn og fomkvæð-
in eða sagnadansarnir verða að teljast frásagnadansar frem-
ur en leikdansar. Þessir leikir virðast í rauninni vera sam-
kvæmisleikir; fyrirbrigðið er þekkt með öðrum germönskum
þjóðum, er stundum árstíðahundið og almennt talið leifar af
heiðnum helgivenjum. Þannig er um maístangir og maígreifa
í Þýzkalandi og Svíþjóð og víðar.
Sagnaskemmtun okkar hefur átt skylt við leiklist, þegar
einn flutti fram kvæði, en eiginleg leiklist hefur hún ekki
verið, ekki sviðsleg túlkun samtala. Fróðlegt hefði samt ver-
ið að heyra flutta Lokasennu. fslendingasögur em auðugar
af þeirri hnitmiðun í tilsvörum, sem þykir einkenna orðlist
sviðsins, en það er eins og þar við sitji. Ekki er mér kunn-
ugt um mikla trúðleika hér á fyrstu öldum fslandsbyggðar.
í bændaþjóðfélagi var sagnaskemmtun nærtækari, en skyldi
ekki einhver leikglaður maður hafa leikið listir sínar fyrir
almúgann á Þingvöllum?
Orðalag gefur ímyndunaraflinu stundum undir fótinn. f
Lárentíusar sögu Kálfssonar segir frá því, að skólapiltar gerðu
sukk í kirkjunni á Völlum og slysuðust þá til að brjóta væng
af helgimynd. Þeim var refsað fyrir. En fyrir hvað? Það að
brjóta myndina, það þykir annálsvert og er skráð á letur,
ekki að þeir skyldu gera sukk. En hvað var þá þetta sukk
piltanna, sem þótti minni tíðindum sæta? Var það til siðs
að fara í feluleik í sjálfri kirkjunni, eða jafnvel slá upp gildi?
Eða var hér einhver vísir að festa stultorum? Þeir munu nú
dauðir, sem bezt kunna að svara þessu. En ef hér er um að
ræða langa hefð, þá hefur verið farið hljóðlegar með hana
en flest annað, sem þessi þjóð hefur haft fyrir stafni um
aldaraðir. Víst er um það, að samgöngur við umheiminn
voru mun greiðari á þessum tíma en síðar varð, og siðir
kaþólsku kirkjunnar voru harla alþjóðlegir. En hvar eru þá
textarnir hjá þessari margrómuðu bókmenntaþjóð? Þó að