Skírnir - 01.01.1965, Page 128
118
Sveinn Einarsson
Skirnir
heila ritgerð á móti leikjum og kallar Leikafælu. Séra Þor-
steinn fer mörgum orðum um leiki og ekki sízt skaðsemd
þeirra fyrir siðferði manna, en rit hans hefur því miður ekki
mikið heimildargildi fyrir okkur, enda fjallar hann mest um
gleði og dansleiki og annars konar leiki, að því er virðist.
Þó koma þar fyrir orð, sem vekja athygli. Séra Þorsteinn
segir á einum stað: „Er það svo í undanfarandi ræðu með
röksemd sýnt og sagt, að bæði jólaleikir, föstugangs kæti og
narrabúningur, þá menn forklæða sig, taka upp annarra
myndir, grýlu andlit og gikkerí, er að nokkru leyti komið
frá heiðingjum, nokkru frá pápistum og að nokkru leyti frá
sjálfum djöflinum, hvör að oft hefur sýnt sig í ýmsra kvik-
inda líki og helzt ljótra . ..“ Orðið narrabúningur vekur hér
einkum athygli.
En hvernig var þá sjálf Herranóttin? Jú, þar virðist hafa
verið um að ræða skoplega krýningarathöfn, sem haldin var
á haustin í lok prófa. Sá, sem hæstu einkunn hlaut nemend-
anna, var krýndur konungur, semidúx var gerður að biskup,
og síðan var hinum skólapiltum raðað í veraldleg og geist-
leg emhætti; sumir héldu hliðstæðum embættum innan hekkj-
arins allt skólaárið, konungur og biskup höfðu hins vegar
lokið hlutverki sínu, þegar Herranótt var úti. Það var hlut-
verk biskups að prédika, að halda svonefnda Skraparotspré-
dikun. Hún hefur varðveitzt í einum tuttugu uppskriftum,
sem nú eru í Landsbókasafni, en prentuð var hún fyrst í
Blöndu fyrir nokkrum árum með inngangi eftir Lárus Sig-
urbjörnsson.
Það er ugglaust, að Herranæturhald hafi tekið breytingum
þau sextíu ár, sem við höfum öruggar spumir af því. Þær
heimildir, sem rækilegastar eru, eru því miður báðar frá síð-
asta áratugnum, og þá er Skálholtsskóli meira að segja flutt-
ur hingað á Hólavelli í Reykjavík. En af ýmsum smáatriðum
má þó gera sér nokkuð skýrt í hugarlund, hvemig athöfnin
hefur farið fram í fyrstu. Haustveðrið hefur varla verið því
til fyrirstöðu, að hún færi fram að mestu utanhúss. Láms
Sigurbjörnsson hugsar sér sem svo (í Upphaf leiklistar í
Reykjavík í Þættir úr sögu Reykjavíkur), að athöfnin byrji