Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 129
Skirnir
Helgileikir og herranætur
119
inni í bekkjarstofu og þar velji konungur embættismenn sína,
er síðan fari i skrúðgöngu um Skálholtsstað og staðnæmist
á heppilegum stað, þar sem biskup flytji prédikun sína;
Lárus hugsar sér, að konungur og biskup fari fyrir göngunni
og séu klæddir í glæsilega skrúða. Eitt er það, að til er upp-
dráttur af Skálholtsstað frá 1779, gerður af Brynjólfi Gísla-
syni, síðar presti í Eydölum, þá skólapilti. Og á þessum upp-
drætti er greinilega merktur inn pallur milli tveggja húsa-
samstæða, og pallurinn er skýrum stöfum auðkenndur með
orðinu: theatrum. Þar er þá ekki ósennilegt að skrúðgangan
hafi staðnæmzt um 1780, en vel getur hún þar fyrir hafa
hlýtt á Skraparotsprédikun úti undir kirkjugarðsvegg um
1840 eða 50. En í reglugerð skólans hinn 28. september 1769
eru bannaðar allar „additionir“ við Herradaginn; nemend-
um er hins vegar leyft að „klæða sig, gjöra sér glatt og kátt
um alla hluti“. Orðið „additionir“ bendir til þess, að gert
hafi vart við sig hneigð til að auka við athöfnina, skyldu eða
óskyldu efni. Hvort „klæða sig“ á við, að konungur, biskup
eða aðrir hafi klætt sig út í annarlega búninga skal látið ósagt
að sinni, en vissast er að fara varlega, hér gæti einfaldlega
verið átt við að fara í betri flíkurnar. Narrabúningurinn, sem
séra Þorsteinn á Staðarbakka minnist á, þarf heldur ekki að
veri hinn hefðbundni búningur fíflsins, við vitum ekki til,
að hann hafi komið fyrir á Herranótt, kannski á píetistinn
aðeins við hlálega leikbúninga almennt, eins og notaðir hafa
verið t. d. í Þórhildarleik.
En nú er bezt að rekja aðalheimildirnar. Sveinn Pálsson
segir svo frá í dagbók sinni frá 1791: „Hinn 15. október fór
ég frá Bessastöðum og yfir á Seltjarnarnes og hinn 17. var ég
viðstaddur hina svonefndu herranótt í Reykjavíkurskóla. Þetta
er eins konar sjónleikur, sem nemendur skólans sýna einu
sinni á hverjum vetri og bjóða þangað auk rektors og kenn-
ara öllum embættismönnum og heldri mönnum þar á staðn-
um og í nágrenninu ásamt konum þeirra. Efni sýningarinn-
ar er krýningarathöfn, og er efsti nemandi árlega krýndur
til konungs. Aðrir leika biskup, presta og ýmsa embættis-
menn veraldlegrar stéttar, svo sem fyrsta og annan ríkisráð-