Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 130
120
Sveinn Einarsson
Skírnir
gjafa (Conciliarius regni), fyrsta og annan ríkistilsjónarmann
(Inspector regni), stiftamtmann, lögmann, dómara, ýmsa
yfirmenn úr hernum o. fl. Um leið og kórónan er sett á höf-
uð kóngi og honum fenginn veldissprotinn og ríkiseplið í
hendur, er haldin stutt, en viðeigandi ræða á latínu. Síðan
ganga tignustu menn (43) hver af öðrum fyrir kónginn og
færa honum heillaóskakvæði á latínu (Carmen gratulatori-
um). Þess á milli ganga allir í fylkingu fram og aftur endi-
langt gólfið og einnig út og umhverfis skólann með söng og
hljóðfæraslætti, ef unnt er að fá hann. Þá er og hleypt af
nokkrum skotum. Sumir lærisveinanna sýna atriði úr ein-
hverjum gamanleik, en hver getur vænzt þess, að unglingar
þessir, sem ekki vita, hvað leikhús er, sýni fullkominn smekk
í meðferð leiksins.11
Hér er margt að athuga. Ekki er tekið fram í þeim fáu
umgetningum um Herranótt, áður en skólinn var fluttur til
Reykjavíkur 1786, að leikin hafi verið atriði úr gamanleikj-
um. Varla hefur að vísu verið af miklu að taka. Hið fyrsta
íslenzka leikrit, SperSill, sem Snorri prestur Björnsson á
Húsafelli mun hafa skrifað og Steingrímur J. Þorsteinsson
hefur fært sterk rök fyrir, að sé saman sett um 1760, er
vissulega skrifað í stíl, sem ekki er ólíkur stílmáta Skraparots-
prédikunar. Hið fyrsta heiti leiksins gefur strax nokkra hug-
mynd: Comedia — samanskrifuS af Hrapna Flóka í miSju
Ragna Rökkre á Deige einskis mánaSar. Hér gætu verið hók-
menntaleg tengsl, ef svo má að orði komast, eins og Lárus
Sigurbjörnsson hefur reynt að færa sönnur á. Einu er ekki
að leyna, að ýmsar leiklausnir Sperðils benda þó eindregið
til þess, að leikurinn hafi ekki verið sviðsettur, né heldur
hugsaður til leiks. Vert er að vekja athygli á því, án þess þó
ástæða sé til að draga af því ályktanir að svo komnu máli,
að Sperðill þýðir hjúga, grjúpán, en ein vinsælasta leikper-
sóna í þýzkri leiklist um þær mundir hét Hans með viður-
nefnið Wurst og var afkomandi Commedia dell’ arte-persón-
unnar Arlecchino.
Næst leitar hugurinn til Terentiusar, vitað var, að gaman-
leikir hans voru kunnir og lesnir í Skálholtsskóla á 17. öld.