Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 131
Skírnir
Helgileikir og herranætur
121
En ekki er á neinn hátt vitað til þess þeir hafi verið leiknir.
í frásögn Sveins er hvergi minnzt á Skraparotsprédikun og
er þá næst að halda, að sá siður, að leika atriði úr gleðileik,
hafi komið í stað hennar, er skólinn fluttist til Reykjavíkur.
1 frumhandriti, sem er skrifaðá dönsku, er þetta orðað svo,
„at nogle er tilsatte at opföre en Scene af en Comedie“. Síð-
an er strikað yfir orðið „en Comedie“ og í stað skrifað „et
komiskt Teaterstykke“. Táknar þessi orðalagsbreyting eitt-
hvað? Kann að vera.
Svo er hin heimildin, og hún er ágrip af ævisögu Sigurðar
Péturssonar eftir Árna biskup Helgason í Görðum, prentuð
í fyrstu útgáfu leikrita Sigurðar 1846. Þar segir: „Skáldið
hefir sjálft í mannsaung seinustu Stellurímu lýst því, hvern-
ig kvæði hans eru tilorðin; enn gleðispilin samdi hann með
mesta flýtir. Lærisveinar í Reykjavíkurskóla feingu hann til
þess, og mun vinur hans, Geir biskup, hafa í þeirri grein
lagt til með þeim, við vin sinn; sjálfur skrifaði hann það
fyrsta gleðispil, sem í skólanum var leikið, og heitir Rrand-
ur, fyrir þá.
Sá siður fluttist forðum með skólanum í Reykjavík, að
eptir að búið var að skipa lærisveinunum í sæti á hverju
hausti, héldu þeir nokkurskonar gleðihátið; og var það þá
haft til gamans að krýna þann, sem efsta sæti hlaut í skól-
anum, sem skólans konúng; og frá Skálholti kom með skól-
anum til Reykjavikur, kóróna, veldisspíra og ríkisepli, stjórn-
arinnar einkenni; sem þessi skólans konúngur tók á móti
á sínum krýningardegi; um leið voru tilsettir embættismenn.
Meðan skólinn var í Skálholti voru ei kosnir aðrir embættis-
menn heldur enn stiptamtmaður, biskup og dómendur. Þenn-
an sama dag var skylda biskups að prédika, og er þaðan
sprottin sú prédikun, sem alkunnug er hér i landi og heitir
Skraparotts prédikun, er ekki er óskemmtilegt að lesa hana,
því hún lýsir f jöri í hugsun og reglu í þánkagángi, sem vant-
ar í marga prédikun.
Þessi siður mun ei hafa þótt við eiga, þegar skólinn var
kominn í kaupstað, og þó krýningin viðhéldist, að minsta
kosti fram á næstliðin aldamót, var prédikuninni sleppt,