Skírnir - 01.01.1965, Síða 133
Skírnir
Helgileikir og herranætur
123
Þau áhrif frönsku stjórnarbyltingarinnar á Herranætur-
hald, sem Árni Helgason minnist á, eru athyglisverð. ör-
lögum Herranætur lýsir hann svo: „Þessi svokallaða Herra-
nótt held ég ekki hafi verið haldin síðan 1798, enda endaði
hátíðin svo, að sá krýndi kóngur lagði niður völdin, þakkaði
sínum Magnater sæmd þá, en sagðist nú ekki vilja vera meiri
en þeir, heldur bara í samfélagi við þá, og eftir megni með
þeim efla ríkisins heillir. Það hneykslaði, að svona var að
farið, vissa menn, héldu hér stæði til revolution, eins og þá
var á ferð í París“. Og sannleikurinn var sá, að Herranætur-
hald var bannað, þar sem þetta tiltæki þótti ekki sýna kon-
ungsvaldinu nægilega virðingu og ýta undir óleyfileg „Fri-
heds Principa". Það voru því pólitískar ástæður til þess, að
Herranótt var aflögð, ekki að þessi leikstarfsemi þætti óguð-
ræknisleg eða siðlaus.
Þriðja heimildin er Skraparotsprédikun sjálf. Hún er gerð
eftir kúnstarinnar reglum, partar ræðunnar eru prologus,
exordium og útlegging og henni virðist hafa fylgt stólvers.
Efnið er hins vegar laust við alla innfjálgi eða virðulegheit.
Nafnið Skraparot veldur nokkrum erfiðleikum, tilkoma þess
og merking er á huldu. Til er formið Skrapator, sem er lat-
ínulegra, svo og Skrapater, en maður er litlu nær. Skýring
Lárusar Sigurbjörnssonar, að Skraparot sé músafæla staðar-
ins, kann að láta fáránlega í eyrum, en mér þykir hún mjög
sennileg. Það er einmitt í anda prédikunarinnar, að gera
slíka persónu að ákallsdrottni; dætur sínar tóbakið og ljós-
metið ber honum að verja, og því betur, sem músafælan dug-
ir, þeim mun betur endist piltum að þessum heimsins gæð-
um, sem þeir leggja til með sér á haustin. Þessi meginhugs-
un ræðunnar virðist skýr, þó að margt sé þar um gaman-
samar athugasemdir, sem nú skiljast ekki. Það er formið eitt,
orðalagslíkingar og tilbeiðslan, sem fengin eru að láni úr
hinni venjulegu ræðu prestsins; Skraparotsprédikun er vissu-
lega skopstæling, en sjálfum höfuðatriðum kristindómsins
verður hún að teljast meinlaus. Og sjálfsagt er það skýring
þess, að hún mátti viðgangast. 1 einni uppskrift hennar er
í lokin stólvers, sem hljóðar svo: