Skírnir - 01.01.1965, Síða 134
124
Sveinn Einarsson
Skírnii
Hefjum Skraparot hól einn á,
hann tóbaki má ráða;
svo um hann Knút að segja má,
sá hefur af ánni voða;
kveðjum og líka Kolbein með,
hann kennir oss þulur sínar.
Hans vegsemd enginn hefur séð,
hún J)ó varir og dvínar,
seint honum á loppum hlýnar.
Varla mun þetta teljast mikilfenglegur skáldskapur, en for-
vitnilegt er þetta vers. Hver er Knútur, sem hefur voða af
ánni; er það einn skólapilta, sem dýft er í Hvítá til skírnar?
Hver er Kolbeinn, sem kvaddur er til að kenna oss þulur
sínar? Hverjar voru þær þulur? Er hér komin til önnur leik-
persóna? Við verðum að láta okkur nægja að spyrja að sinni.
Hins vegar ætti að vera orðið ljóst, að Herranótt og Skrapa-
rotsprédikun eru íslenzkar hliðstæður fyrirhrigða í miðalda-
leiklist Evrópu. Herranótt eins og við kynnumst henni fyrst,
minnir mjög.á Boy bishop — leikhefðina hrezku. Þar var
siður, að biskup var kosinn; hér hefur verið gert ráð fyrir,
að semidux scholae hlyti biskups virðingu og vanda af sjálfu
sér. Heimildirnar eru hins vegar svo fátæklegar og óskýrar,
að ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu, að biskup hafi ver-
ið kosinn líka hér og satt að segja viðfellilegri þanki, að sá,
sem hæfastur hafi þótt til að flytja ræðuna með minnisverð-
um hætti, hafi til þess valizt af félögum sínum og þá jafn-
framt verið falið — kannski með öðrum — að krukka ei-
lítið í hana og víkja þar að ferskum atburðum. Hvað Skrapa-
rotsprédikun sjálfri viðvíkur, þá ber hún öll einkenni sermon
joyeux og flokkast hiklaust undir gleðiræður.
Þegar líður á 18. öldina virðist eðli Herranætur breytast.
Episcopus puerorum eða skólapiltabiskupinn virðist í fyrstu
hafa verið dominus festi, sá sem fyrir gleðinni stendur, en
duxinn aðeins krýndur í heiðursskyni á hátíðinni; latínuræða
hans aðeins til að sýna og sanna lærdóminn. Hugsa mætti
sér, að sá, sem fór með embætti stiftamtmanns á Herranótt,
hafi síðan verið umsjónarmaður hekkjarins um veturinn. En