Skírnir - 01.01.1965, Page 137
C. C. MATTHIESSEN:
UM KARTNEGLUR.
Orðið kartnögl er velþekkt í Norðurlandamálum. Mis-
myndunin, sem er fólgin í því, að neglurnar verða stökkvar,
trefjaðar og ójafnar, getur stafað frá exemi (blettaskán,
psoriasis), húðsveppum (geitur) og húðsníkjudýrum (kláði).
Einkum veldur blettaskán hinum sérkennandi breytingum
á nöglunum. Óþolandi kláði fylgir bæði blettaskán og þeim
sjúkdómsmyndum, er sníkjudýr valda. Alþýðulækningarnar
greina eigi í sundur framannefndar orsakir, en fela þær í
heitinu kartnögl.
Það skiptir miklu máli um skilning alþýðu á uppruna
húðsjúkdómanna, að veikindi þessi eru talin vera afleiðing
af syndsamlegu líferni. Einkum er lögð áherzla á kláðann.
Luther segir svo, að eyrnakláði sé merki gjálífis, og í þýzku
er scabies libidinum þýtt með Wollustreiz. Yfirleitt er í
klassískri latínu oft notað orðið scaber (scabidus) (hrjúfur,
hvass, ljótur, einkum vegna óhreininda) um kláða eða fiðr-
ing sem merki um kynlöðun eða freistni. Á sama hátt er
notað orðið scabitude (útbrot, kláði) á myndrænan hátt um
óralosta.
Sé nú framangreint haft í huga, snúum vér aftur að heit-
inu kartnögl eins og það kemur fyrir í Njáls sögu (kap. 35)
í ummælum hinnar stóryrtu og þvermóðskufullu Hallgerðar
um Njál og Bergþóru. Um Njál segir Hallgerður, að skegg-
vöxtur hans þarfnist mykju. Háðið felst auðvitað í þvi, að
lítill skeggvöxtur sé merki lítillar karlmennsku; en raun-
verulegt níð eða ærumeiðing verður það, ef það beinir hug-
anum að getuleysi (impotens), þannig að Njáll ætti ekki að
vera faðir barna sinna. Skarphéðinn verður þannig að láta