Skírnir - 01.01.1965, Page 138
128
C. C. Matthiesen
Skírnir
sér lynda, að óvinur hans Flosi segi, að menn viti ekki, hvort
Njáll gamli sé karl eða kona (viðrini, kynvilla).
Um konu Njáls segir Hallgerður, að hún hafi kartnögl á
hverjum fingri. 1 neðanmálsgreinum söguútgáfnanna er þetta
skýrt sem mismyndaðar neglur og þýtt með ungvis scaber í
orðabók Fritzners. En andstæðan við það, sem hefur verið
sagt um Njál hér að framan og mönnum finnst beinlínis
liggja undir niðri, hefur ekki verið skýrð eða dregin fram.
Kartneglurnar tíu á sennilega ekki að skilja einvörðungu
sem móðgandi eða spottandi ummæli um stórfellt lýti, held-
ur sem ærumeiðingu eða níð, sem undan sviði — sem lýs-
ingu á taumlausri léttúð Bergþóru.
Menn geta látið sér miður líka umgengnisvenjur þessa
fólks, en svona voru þær augsýnilega. Hallgerður var hins
vegar sökuð um það af Skarphéðni að vera homkerling eða
púta.
Það, sem sagt er um lækningu kartnagla, virðist ekki sýna
neitt sérlega athyglisvert. f íslenzkri lækningabók frá 16.
öld segir svo: „Stappar madur liliu rott ok sydur med vin.
Þat er gott at leggia iii daga við kartt nagl.“ Henrik Smid
segir, að soðið hörfræ og karsi, lagt á kartneglur, lækni og
burtreki þær.
Það er viðurhlutamikið að klippa neglur. Séu neglur klippt-
ar í dymbilviku, verða til kartneglur, segir í L. F. Rááf:
Svenska Skrock och Signerier (1957), nr. 1896. J. Kamp hef-
ur skrifað upp frá Falstri í Danske Folkeminder (1877), nr.
1044, að menn eigi ætíð að klippa neglur sínar á föstudög-
um, ella muni fingurnir bólgna; geri menn svo, þá fá þeir
eigi heldur kartnögl. Hafi maður fengið kartnögl, er sagt í
Noregi, að þvílík nögl skuli skorin í messumund — það er,
þegar prestur er að messa. Þessi uppskrift er sýnilega skyld
svipaðri danskri, sem er til í handriti frá 1743. Þar er sagt,
að hafi einhver slæmar neglur, sem bólgna, og em eins og
kattarklær, þá skulu þær skafnar með litlum hníf þrjá sunnu-
daga, meðan setið er í kirkju. Sé nú höfð hliðsjón af því
syndsamlega og hættulega athæfi að klippa neglur á sunnu-
degi, þá eru einnig dæmi þess, að syndsamlegt athæfi geti