Skírnir - 01.01.1965, Síða 140
KNUT ROBBERSTAD:
SAGNAKÍTUN SNORRA STURLUSONAR
OG EIGNARRÉTTUR Á NORSKUM ALMENNINGUM.
1. I Noregi eru stór landsvæði, skógur og fjalllendi, al-
menningar. Þar eiga bændurnir afnotarétt. Sumir þessara
almenninga eru nefndir ríkisalmenningar, það eru einkum
fjöll, heiðar og vötn. Aðrir eru nefndir sveitaralmenningar,
og eru það einkum viðlendir skógar. Sveitarfélögin eru eig-
endur sveitaralmenninganna, og eru þeir í flestum tilfellum
almenningar, sem einvaldskonungarnir seldu á 17. öld og
fram til 1814.
2. Það er gömul kenning í Noregi, að Haraldur konungur
hárfagri hafi gert konunginn að eiganda almenninganna.
Þessi kenning kemur fram hjá P. A. Munch, sagnfræðingi,
sem var lærður lögfræðingur.1) Og kenningin kemur einnig
fram hjá síðari höfundum, allt til vorra daga.
Sóknarpresturinn 0. Olafsen leitaðist við að styðja þessa
kenningu rökfræðilegum og lögfræðilegum stoðum í ritgerð árið
1909. Hans skoðun var sú, að Haraldur konungur hefði orðið að
gera þetta af þeim sökum, að hann gerði Noreg að réttarriki.2)
Með lögum frá 8. ágúst 1908 var stofnaður sérstakur dóm-
stóll, sem nefndur var Hogfjellskommisjonen, til að skera úr
um réttarstöðuna á öræfum og almenningum. Dómstóllinn
átti m. a. að skera úr um það, hvar skilja bæri milli landar-
eigna ríkisins og annarra aðilja.
Þessi sérdómstóll tók þá afstöðu þegar í fyrsta dómi sínum,
1. des. 1910, að hin miklu víðerni, sem ekki hefðu verið tek-
in til afnota af einstaklingum, þegar Noregur varð eitt ríki,
hlytu að vera eign ríkisins, því að ekki gætu verið til land-
!) P. A. Munch, Det norske Folks historie, I (1852), bls. 466—68 og
571.
0 0. Olafsen, Om Eiendomsretten til Hardangervidden, En retshisto-
risk Betænkning, bls. 4-—5.