Skírnir - 01.01.1965, Síða 141
Skímir
Sagnaritun Snorra Sturlusonar
131
svæði, sem enginn ætti, í skipulögðu þjóðfélagi. Áþekka
kenningu er að finna í bókinni Danish and Norwegian Law,
sem kom út í Kaupmannahöfn 1963.1)
Röksemdafærsla Olafsens er í fullu samræmi við lögvís-
indi hans tíma. En hún er ekki fullnægjandi. Einkum veik-
ir það hana, að allt til vorra daga er að finna svæði í Nor-
egi, sem enginn á, en það er sjávarbotninn frá marbakkan-
um að landhelgismörkum.
3. Hina ríkjandi kenningu reisti P. A. Munch á vitnis-
burði tveggja manna, þ. e. mannsins, sem ritaði Egils sögu
Skallagrímssonar, og Snorra Sturlusonar, sem ritaði hina
miklu sögu sína um Ólaf konung helga.
4. Nú hafa þessi tvö vitni orðið að einu vitni, þar sem
sannað þykir, hver hafi ritað Egilssögu. Ekki er ástæða til að
rekja hér nánar röksemdir fyrir því, að Snorri Sturluson
hafi skrifað sögu Egils Skallagrímssonar.2)
Það, sem hér skal tekið til athugunar, er könnun vitnis-
burðar Snorra. Hvaða skoðun hafði Snorri á Efaraldi kon-
ungi og almenningunum?
Vert er að geta þess, að lærðir menn geta breytt um skoð-
un á einstökum atriðum. Þess vegna getur gætt misræmis í
skoðunum þeirra á mismunandi tímabilum.
5. Þegar Snorri var að safna sér fróðleik um Egil Skalla-
grímsson og ætt hans, var hann nátengdur ætt Skallagríms
og ættarsetrinu Borg. Hann var kvæntur Herdísi Bessadóttur,
og eins og Ólafur Lárusson hefir bent á, er hugsanlegt, að
móðir Herdísar hafi verið dóttir síðasta eiganda Borgar í
beinan karllegg frá Skallagrími. Helzti heimildarmaður
Snorra var Egill Halldórsson heimilismaður á Borg og senni-
lega sjöundi maður í beinan karllegg frá Agli Skallagríms-
syni, í þeirri grein ættarinnar, sem bjó á ættarsetrinu og fór
með goðorð ættarinnar.3)
Þar öðlaðist því Snorri hlutdeild í arfgengri afstöðu ættar-
1) Bls. 157.
2) Sbr. Sigurður Nordal, Islenzk fomrit II og síðar Peter Hallberg í
Studia Islandica 20 og 22 (bls. 9—18).
3) Ölafur Lárusson, Studia Islandica 2.