Skírnir - 01.01.1965, Side 142
132
Knut Robberstad
Skírnir
innar til Haralds hárfagra. Nokkurn hluta þeirrar afstöðu
hefir hann eflaust þegar þegið frá móður sinni, sem var af
annarri grein sömu ættar.
Ekki er þess að vænta, að þeir ættmenn hafi rómað allar
gerðir Haralds konungs. Það gerir ekki heldur sá, sem skrif-
aði sögu Egils Skallagrímssonar.
1 Egilssögu segir svo (4. kap.): „Haraldr konungr eignað-
isk í hverju fylki óðul q11 ok allt land, byggt ok óbyggt, ok
jafnvel sjóinn ok vgtnin ok skyldu allir búendr vera hans
leiglendingar, svá þeir, er á mQrkina ortu, ok saltkarlamir
ok allir veiðimenn, bæði á sjó ok landi, þá váru allir þeir
honum lýðskyldir.“
Eftir þessu að dæma hlýtur Haraldur konungur að hafa
verið mjög ágjarn. En ekki er það sennilegt, að Haraldur
hafi t. d. slegið eign sinni á allar jarðeignir á Vestfold og í
Sogni, ríkjum, sem hann hafði erft með friðsamlegum hætti.
Ekki er heldur auðvelt að gera sér í hugarlund, að konungur
hafi tekið jarðir og skóga þar, sem íbúarnir gengu á vald hans
af frjálum vilja.
6. Þegar Snorri hafði aflað sér meiri vitneskju um Ólaf
helga, höfðu tengsl hans við Borg rofnað. Mikið af slíkum
fróðleik varð hann sér úti um í Noregi á árunum 1218—20.
Þess er að vænta, að Snorri hafi þá einnig öðlazt nýtt við-
horf til Haralds konungs.
Fyrst hafði Snorri ritað sögu helzta mannsins af ætt Mýra-
manna, sem ef til vill var ætt Herdísar, konu hans.
Síðan ritaði hann sögu Clafs helga, helzta manns ættar
húsfreyjunnar í Reykjaholti, Hallveigar Ormsdóttur. Hún
var komin af Jóni Loftssyni í Odda, Magnúsi konungi ber-
fættum og Haraldi hárfagra, og var þeim skyldleika mjög á
loft haldið.1)
Er ekki hér að leita einnar höfuðástæðunnar til ósamræmis
þess, sem er í lýsingu á Haraldi hárfagra í Egilssögu og
Heimskringlu?2) Ætla má, að viðhorf Snorra til Haralds kon-
J) Sbr. Einar Öl. Sveinsson, Studia Islandica 1, bls. 16.
2) Um þetta ósamræmi er m. a. ritað af Sig. Nordal í formálanum
að Isl. fornrit II, bls. LXXVII—LXXX.