Skírnir - 01.01.1965, Side 143
Skímir Sagnaritun Snorra Sturlusonar 133
ungs hafi um þessar mundir verið orðið nokkru mildara en
áður.
1 Ólafs sögu helga segir svo: „þa er Haralldr konungr
heriaði land oc atti orrostur þa eignadiz hann sva vendiliga
allt land oc oll oðol. beði bygdir oc setr oc uteyiar eignadiz
hann sva markir allar oc alla avðnn lanzens. voro allir bu-
endr hans leigumenn oc landbuar.“
Þetta er önnur kenning, og samkvæmt henni sló Haraldur
aðeins eign sinni á land það, sem hann vann með vopnum.
7. Síðar ritaði Snorri Heimskringlu. Þar hefir hann sleppt
ýmsu, sem var í Ólafssögu, og breytt öðru. Ætla má, að þetta
sé gert að nokkru af vangá og að nokkru af ráðnum huga,
þar eð hann hefir fengið frekari upplýsingar eða íhugað
málið betur.2).
f Heimskringlu segir einungis: „Haraldr konungr setti þann
rett alt þar, er hann vann riki undir sik, at hann eignadisk
óðull q11 ok lét alla bóendr gjalda sér landskyldir bæði rika
ok órika.“3)
Einnig hér verða þessar framkvæmdir einungis þar, sem
Haraldur konungur nær yfirráðum með valdi. En þessar að-
gerðir ná ekki til almenninganna.
Þegar Snorri ritaði sitt síðasta orð um Harald hárfagra,
nefnir hann eftir þessu að dæma ekkert um, að konungur
hafi slegið eign sinni á almenningana.
Þetta er þá vitnisburður Snorra. Þegar hann hefir aflað sér
mests fróðleiks í þessum efnum, er honum ekki kunnugt um,
að Haraldur konungur hafi slegið eign sinni á norsku al-
menningana.
Eftir þessa röksemdafærslu verður að rita að nýju nokk-
urn hluta sögu réttinda á norsku almenningunum, þökk sé
þeim mönnum, sem ráðið hafa þá gátu, hver ritaði Egilssögu.
Den store saga om Olav den hellige, ved O. A. Johnsen og Jón
Helgason, bls. 7.
2) Sigurður Nordal, Om Olaf den helliges saga, bls. 175—83.
3) Haralds saga ins hárfagra, 6. kap.
Baldur Jónsson cand. mag. þýddi.