Skírnir - 01.01.1965, Page 144
SELMA JÓNSDÓTTIR:
GÖMUL KROSSFESTINGARMYND.
I Jónsbókarhandritinu AM 344 fol. er krossfestingarmynd
(1. mynd). Hún sýnir Krist á krossinum, Maríu mey, hon-
um til hægri handar, og Jóhannes postula, honum til vinstri
handar, eins og venja er á krossfestingarmyndum. Bakgrunn-
ur myndarinnar er mjög reglulega hyggður upp af smáum
ferhyrningum, og er x-merki í hverju horni ferhyrninganna,
þannig að fljótt á litið virðist sem bakgrunnurinn sé settur
saman af x-munstri. Munstur þetta er látið ná upp á efstu
brún myndreitsins að ofan, en að neðan er allbreið brún
með lóðréttum strikum eingöngu. Til beggja hliða mynd-
reitsins er mjó, óskreytt rönd. Krossinn er einfaldur að gerð
og nemur við brúnir myndflatarins að ofan og neðan, en til
hliðanna nær þvertréð aðeins út að óskreyttu röndinni. Efst
í myndinni er nokkurs konar þverband, sem stungið er í
gegnum langtréð. Á þverbandinu er áletrunin: ihc iesus
nazarenus rex iudeorum.
Kristur er negldur á krossinn með þrem nöglum, sem
standa langt út og eru með stóran haus eða hnúð á endunum.
Einn nagli er rekinn í gegnum báða fæturna að sið gotneska
tímabilsins. María mey heldur vinstri hendi undir kinn og
hvílir olnboginn í lófa hægri handar. Hún er í mjög tá-
mjóum skóm, og nær tá hægri fótar niður fyrir neðstu brún
myndflatarins, en vinstri fótur snýr þversum. Hún er ber-
höfðuð. Jóhannes heldur á bók í hægri hendi, en höndin er
hjúpuð klæðum hans. Vinstri hendi heldur hann á brjósti
sér, þannig að hún nemur við hálsmálið. Jóhannes er ber-
fættur, og eru báðir fætur samsíða, en sá hægri nær rétt
niður fyrir neðstu brún myndflatarins. Fellingar klæðanna
eru nokkuð sérstæðar. Þær eru aðallega þykkar yfirfelling-