Skírnir - 01.01.1965, Side 149
Skírnir
Gömul krossfestingarmynd
135
ar, sem lyftast þannig upp, að þær mynda nokkurs konar
króka til beggja handa.
Mynd Krists á krossinum er mjög sérstæð, miðað við aðr-
ar myndir frá gotneska tímabilinu, vegna þess að augu Krists
eru opin, og er hann því eins lifandi ásýndum og dýrling-
arnir til beggja handa við hann. Halldór Hermannsson bend-
ir á þetta í lcelandic Illuminated Manuscripts: „Sérstaklega
athyglisverð er krossfestingarmyndin í AM 344 fol. Kristur
er hér sýndur lífs á krossinum. Þessi gerð var óvenjuleg á
þeim tíma í vestrænum kristindómi og eftir því sem ég veit
bezt er það eina íslenzka krossfestingarmyndin sem hefur
þetta einkenni, allar hinar sýna hann liðinn.“ (1) Þessi at-
hugun Halldórs er merkileg eins og útgáfa hans á 111. MSS
og ýmsar aðrar athuganir, sem hann hefur gert þar. Ég hef
athugað íslenzkar krossfestingarmyndir gotneska tímabilsins
frá þessu sjónarmiði, hvort Kristur væri þar sýndur með
opin augu eða lukt. Fann ég fljótlega eina krossfestingar-
mynd í Þjóðminjasafni fslands, þar sem Kristur er með opin
augu. Mynd þessi er á refilsaumuðu altarisklæði úr kirkj-
unni á Höfða í Höfðahverfi í Eyjafirði, nr. 10886 í skrá safns-
ins (2. mynd). Þegar ég fór að skoða þetta klæði nánar,
sá ég, að fleira var líkt með því og myndinni í AM. 344 fol.
Myndirnar eru afar líkar og sumt alveg eins í báðum mynd-
um. Brátt komst ég að þeirri niðurstöðu, að a. m. k. hluti af
annarri myndinni væri gerður eftir hinni. Því nánar sem
ég skoðaði myndirnar, þeim mun sannfærðari varð ég um,
að myndin á klæðinu væri gerð eftir handritinu. Á klæðinu
hefur María mey t. d. tvær hægri hendur, en Jóhannes tvær
vinstri hendur. Má því teljast nokkurn veginn víst, að mynd-
irnar á klæðinu eru ekki frummyndirnar. Ég dró upp gegn-
um pappír mynd Maríu í handritinu og lagði hana öfuga
yfir mynd Jóhannesar á klæðinu, og féllu þær svo að segja
alveg saman. Á klæðinu heldur Jóhannes ekki á bók, en ber
höndina upp að andlitinu eins og María í handritinu. Er
engu líkara en mynd Jóhannesar á klæðinu hafi verið dreg-
in upp eftir mynd Maríu í handritinu. Á klæðinu heldur
María aftur á móti á bók í hægri hendi, en ber hina upp