Skírnir - 01.01.1965, Side 150
136
Selma Jónsdóttir
Skírnir
að andlitinu. Hún hefur einhvers konar höfuðbúnað. Fætur
Maríu og Jóhannesar sjást ekki. Höfðaklæðið hefur ekki
varðveitzt alveg í sinni upprunalegu mynd. Hluti af jaðri
klæðisins er horfinn, en jaðarinn er byggður upp af laufa-
munstri í tveim litum, þannig að heildaráferðin verður líkt
og bylgjumynduð. Klæðið hefur verið sett upp á nýjan ull-
ardúk.
Haustið 1963 sá ég lítið Jónsbókarhandrit í Ámasafni,
AM 48 8vo. Á fol. lr er krossfestingarmynd, mjög lík mynd-
inni í 344 fol., nema hvað hér er María með höfuðbúnað
(3. mynd). Að vísu var það fyrsta, sem ég tók eftir í þessu
handriti, að Kristur var með opin augu. Þarna em þá fundn-
ar þrjár krossfestingarmyndir, þar sem Kristur er með opin
augu, tvær í handritum og ein á refilsaumuðu klæði. Þar að
auki er stíll þessara þriggja mynda svo líkur, að þær hljóta
að vera gerðar á sama stað eða gerðar hver eftir annarri.
1 hollenzku safni er refilsaumað klæði, sem E. J. Kalf (2)
og Elsa E. Guðjónsson (3) telja íslenzkt. Á klæði þessu er
þrenningarmynd, en ég tók eftir, að þar er Kristur á kross-
inum með opin augu. Augu Krists á fyrst töldu þrem mynd-
unum eru eins, lithimnan kringlótt og mjög stór og dökkt
sjáaldrið á henni miðri. Á klæðinu í Hollandi eru augu
Krists stór og opin, en lithimnan og sjáaldrið ekki eins greini-
lega aðskilin. Á þrenningarmyndinni í Teiknibókinni, AM
673a 4to, (4) eru augu Krists ekki alveg lukt, og má greina
sjáaldrið, svo virðist einnig í þrenningarmyndinni á patínu frá
Miklabæ í Blönduhlíð, nr. 6168 í Þjóðminjasafni Islands (5).
Þegar ég var að skoða krossfestingarmyndirnar tvær, 344
fol. og 48 8vo í Árnasafni, spurði ég Stefán Karlsson, hvort
nokkuð væri kunnugt um uppmna þessara tveggja handrita.
Stefán taldi bæði þessi handrit ættuð úr Skagafirði af einum
og sama skrifaraskóla, og kenndi hann þann skóla við Syðri-
Akra í Blönduhlíð. Þá var í prentun útgáfa Stefáns af ís-
lenzkum fornbréfum. Stefán Karlsson segir í bók sinni, að
höndin á 344 fol. og 48 8vo sé lík og á bréfum, sem snerta
Benedikt Brynjólfsson og Björn bróður hans, og hann telur