Skírnir - 01.01.1965, Page 151
Skírnir
Gömul krossfestingarmynd
137
hugsanlegt, að þau séu skrifuð af Benedikt sjálfum. Þá telur
Stefán upp nokkur handritabrot, sem skrifuð eru með líkri
hendi og bréfin, en trúlega með sömu hendi og handritin.
Eru brot þessi úr Postulasögum. Þá álítur Stefán, að rit-
höndin á þessum bréfum eigi margt sameiginlegt með rit-
hendi, sem hann eignar föður Benedikts, Brynjólfi ríka
Bjamarsyni á Syðri-Ökmm (6).
Ólafur Halldórsson telur i grein í Skírni, að líklegt sé, að
Brynjólfur Bjarnarson hafi látið gera handritið AM 764 4to
og muni hönd hans sjálfs vera á nokkrum blöðum í því hand-
riti. Ólafur segir ennfremur: „Af efni þeirrar bókar er helzt
að ráða að hún hafi verið skrifuð í klaustri, og kemur Reyni-
staðarklaustur þá helzt til álita, en Brynjólfur var ráðsmaður
þess um tíma (nokkur ár milli 1370 og 1380)“ (7). Af þessu
má ráða, að þeir feðgar, Benedikt og Brynjólfur, hafa verið
nátengdir Reynistaðarklaustri. Hér að framan var sýnt fram
á skyldleika krossfestingarmyndanna í 344 fol. og 48 8vo og
klæðisins frá Höfða. Svo virðist sem hluti myndarinnar í
344 fol. hafi verið dreginn upp og uppdrátturinn saumaður
í Höfðaklæðið. Hvar mætti helzt ætla, að slíkar hannyrðir
væru iðkaðar í Skagafirði og það í sambandi við feðgana
Benedikt, Björn og Brynjólf? Liggur beint við að álykta, að
altarisklæðið úr Höfðakirkju hafi verið saumað í nunnu-
klaustrinu að Reynistað í Skagafirði seint á 14. öld. En þá
liggur nærri að spyrja: Hvers vegna er þetta klæði með kross-
festingarmynd, dreginni upp eftir handriti eða handritum
Benedikts Brynjólfssonar, komið að Höfða í Eyjafirði?
Það fyrsta, sem ég athugaði í því sambandi, var kvonfang
þeirra bræðra, Benedikts og Björns. Benedikt Brynjólfsson
átti Margréti Eiríksdóttur auðga Magnússonar á Svalbarði
og Möðruvöllum (d. 1381). Magnús á Svalbarði, faðir Eiríks,
var Brandsson (d. 1363), sonur Brands Eiríkssonar á Höfða
í Höfðahverfi, og mun ættin hafa búið á Höfða um langan
aldur (8), en Höfði síðan verið gerður að beneficium (9).
Björn Brynjólfsson á Syðri-ökrum átti Málmfríði, systur
Margrétar, svo að tengslin milli afkomenda Brands á Höfða