Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 152
138
Selma Jónsdóttir
Skímir
og Brynjólfs ríka á Syðri-Ökrum voru ærin, og vera mætti,
að þessi ættartengsl hafi stuðlað að því, að krossfestingar-
klæðið frá Höfða var gert.
Margar líkur benda til, að dætur Eiríks auðga Magnús-
sonar og bændur þeirra hafi látið gera og síðan gefið fleiri
refilsaumuð altarisklæði en krossfestingarklæðið í Höfða-
kirkju og einnig, að þau klæði hafi öll verið saumuð á Reyni-
stað.
Eiríkur auðgi Magnússon hefur eignazt Svalbarð í Eyja-
firði eftir föður sinn Magnús Brandsson, sem þar hjó. Ása,
dóttir Eiríks, hefur svo eignazt Svalbarð eftir föður sinn.
Með hréfi, gerðu á Hrafnagili 1390, selur Ása Eiríksdóttir
jörðina Sæmundi Þorsteinssyni, bróður Steinmóðs prests ríka
Þorsteinssonar á Grenjaðarstað. Kemur Steinmóður prestur
við þetta bréf og er talinn fyrstur (10). Steinmóði fylgdi
Ingileif Eiríksdóttir auðga, systir Ásu, Margrétar og Málm-
fríðar. Fimmta systirin var Soffía á Möðruvöllum, móðir
Lofts ríka Guttormssonar þar og Jóns Guttormssonar í
Hvammi í Hvammssveit (d. 1403), en maður Soffíu var
Guttormur Ormsson frá Skarði á Skarðsströnd. Árið 1391 sel-
ur Ása Sæmundi jarðir til lúkningar á skuld við Svalbarðs-
kirkju (11). Gísli Gestsson hefur skrifað um altarisklæðið
frá Svalbarði (4. mynd) og bent á, að atriði úr Jóns sögu
postula eru sögð á klæðinu, og komi þau heim við Tveggja
postula sögu Jóns og Jakobs, sem m. a. er í postulasagna-
handritinu Codex Scardensis (12). Ölafur Halldórsson hefur
leitt rök að því, að Codex Scardensis sé skrifað á Helgafelli
(13), og ég hef bent á, að lýsingar þess eru af þeim skóla (14).
En Tveggja postula saga er einnig til í AM 651 I 4to, sem
Stefán Karlsson segir skrifaða með mjög líkri hendi og þeirri,
sem hann eignar Benedikt Brynjólfssyni (15). Bendir þetta
til tengsla Svalbarðsklæðisins (16) við Reynistaðarklaustur,
og tel ég, að klæðið hafi verið saumað í því klaustri og hafi
dætur Eiríks auðga Magnússonar og bændur þeirra átt þar
hlut að máli. I máldaga Svalbarðskirkju frá ca. 1318 og síð-
ar eru nefnd þar þrjú altarisklæði (17), en eru orðin fjög-
ur í máldaga frá 1394 og síðar (18).