Skírnir - 01.01.1965, Side 157
Skírnir
Gömul krossfestingarmynd
139
Þetta sannar þó ekki, að klæðið hafi komið í kirkjuna
einhvern tíma á síðasta áratug 14. aldar, en um það leyti
tel ég klæðið saumað, eins og ætla yrði, ef ályktun mín
er rétt. 1 máldaga Höfðakirkju frá 1318 og síðar eru t. d.
talin þrjú altarisklæði (19), en aðeins tvö í máldaga frá 1394
og síðar (20).
Þegar ég fór að athuga Svalbarðsklæðið gaumgæfilega, sá
ég þar ótrúlega margt, sem minnti á Marteinsklæðið frá
Grenjaðarstað (nú í Cluny-safninu í París) (5.mynd), þó
að stíllinn á því sé allur léttari og uppdráttur myndanna
sýnist allur fljótfærnislegri en á Marteinsklæðinu. Á báðum
klæðum er sögð saga eins dýrlings í tólf hringlaga reitum.
Kirkjan á Grenjaðarstað var helguð heilögum Marteini með
guði. Það er því augljóst, að klæðin hafa bæði verið gerð
gagngert fyrir þær kirkjur, sem þau eru kennd við. Á báðum
klæðum er tiglamunstur á þrem hliðum. Munstrin í tiglun-
um milli hringreitanna eru nær eins í báðum klæðum, nema
hvað munstrið í Marteinsklæðinu er fastara og öruggara upp-
byggt og reglulegra. Rósamunstrið, sem tengir hringana sam-
an, er eins á báðum klæðum. Notkun munstursins á öllum
fjórum hliðum er eins. Gröfin í tólfta hring Svalbarðsklæð-
isins og gröfin í fjórða hring Marteinsklæðisins eru nær eins.
Hönd drottins kemur úr skýjum mjög svipað á báðum klæð-
um. Þessi altarisklæði hljóta að vera af sama uppruna, gerð
á sama stað.
ÍJr kirkjunni í Reykjahlíð við Mývatn er komið refilsaum-
að altarisklæði með sögu Maríu meyjar, sagðri í níu hring-
laga reitum (6. mynd). Klæði þetta er nú í Þjóðminjasafni
Dana. Frú Gertie Wandel, sem skrifað hefur um Marteins-
klæðið og fyrst manna sannað, að það er íslenzkt, tók eftir
því, hversu Maríuklæðið líktist Marteinsklæðinu (21). En
Maríuklæðið er fráhrugðið Marteinsklæðinu um gerð yzta
bekksins. Á Maríuklæðinu er bekkurinn úr laufamunstri
eins og á Höfðaklæðinu, þ. e. munstur byggt upp af tveim
litum, þannig að það myndar bylgjur. Á Marteinsklæðinu
er tiglamunstur eins og á Svalbarðsklæðinu. Þá er munstrið
milli hringanna á Maríu- og Marteinsklæðinu ekki alveg