Skírnir - 01.01.1965, Page 158
140
Selma Jónsdóttir
Skímir
nákvæmlega eins. Munstrið á báðum klæðum er byggt upp
af átta laufteinum, á Maríuklæðinu eru þessir teinar sam-
einaðir í miðju með hringlaga rós, en á Marteinsklæðinu eru
rósir og tiglar til skiptis. Að öðru leyti eru þessi tvö klæði
svo lík að stíl, uppbyggingu og litum, að vel má hugsa sér,
að þau hafi verið saumuð sem samstæða og ætluð í sömu
kirkju. f máldaga Grenjaðarstaðarkirkju við árið 1394 stend-
ur: „þetta lagdi sira steinmodr sidar til. alltare. ij. med
bvnadi. vængi. iiij. med teinvm oc iij. stikr litlar. eitt varar
frv blad. oc annat med crvcifixvm. seqvencivbok per annvm
oc einn kavgr. eitt gler“ (22). Ég tel líklegt, að ölturu þessi
hafi verið Marteinsaltari og Maríualtari og að altarisklæðin,
sem nú eru í París og Kaupmannahöfn, hafi verið hluti af
þeim búnaði, sem séra Steinmóður gaf Grenjaðarstaðarkirkju
eftir 1394. Fyrr í sama máldaga stendur: „iij. alltaresklædi
betri oc þriv liettare. oc þo avll sliten“ (23). Kemur þetta
heim við afhendingarskrá Grenjaðai'Staðar, þegar séra Þor-
steinn Jónsson lét laust, en séra Steinmóður Þorsteinsson
tók við. Skrá þessi er dags. 29. maí 1391 og 27. febrúar 1393,
þar stendur: „þriu altarissklædi betre og þriu liettare og þo
oll slitenn" (24). Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað, sem nú
er í París, er heilt og óskemmt enn í dag, svo að ekki hefur
það verið komið í kirkjuna fyrir 1394.
Á Marteins- og Maríuklæðunum er sögð saga eins dýr-
lings eins og á Svalbarðsklæðinu. Á Svalbarðs- og Marteins-
klæðunum er sögð saga dýrlings kirknanna, sem þau munu
hafa verið gerð fyrir. Reykjahlíðarkirkja var helguð með guði
heilögum Lárentíusi, svo að klæðið hefur ekki verið gert
dýrlingi þeirrar kirkju til vegsemdar. Enda held ég, að Maríu-
klæðið hafi ekki verið saumað fyrir Reykjahlíðarkirkju, en
borizt þangað síðar. Maríuklæðið hefur sennilega verið saum-
að fyrir Grenjaðarstaðarkirkju sem nokkurs konar samstæða
við Marteinsklæðið, en það hefur verið ætlað háaltarinu, en
Maríuklæðið, sem er mun minna, hefur veríð ætlað einu ixt-
altaranna, Maríualtarinu. f öllum meiri háttar kirkjum hafa
verið fleiri en eitt altari, eins og sjá má t. d. í máldaga kirkn-
anna í Selárdal, þar er nefnt háaltari og útölturu (25), í