Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 159
Skirnir
Gömul krossfestingarmynd
141
Stafholti einnig (26), þá á Melum í Melasveit (27) og á
Stað í Steingrímsfirði háaltari og framaltari (28). Máldag-
arnir eru allir frá árinu 1397. Fyrsta útaltari kirkjunnar
mun ávallt hafa verið helgað Maríu mey, ef kirkjan hefur
ekki verið vígð henni næst guði, en þá hefur háaltarið að
sjálfsögðu verið Maríualtari. María mey var helzti dýrlingur
miðalda, allt frá þeim tíma, er heilagur Bernharður af Clair-
vaux tók að dýrka heilaga guðsmóður af ástríðufullum inni-
leik og krafðist hins sama af öðrum.
Eins og að framan segir, fylgdi séra Steinmóði Ingileif
Eiríksdóttir auðga frá Svalbarði og Möðruvöllum, og voru
leidd rök að því hér að framan, að Eiríksdætur og menn
þeirra hafi stuðlað að því, að Höfða- og Svalbarðsklæðin
voru gerð. Álít ég, að þetta fólk hafi einnig átt hlut að máli
við gerð Marteinsklæðisins og Maríuklæðisins frá Reykjahlíð
og þau hafi verið saumuð í Reynistaðarklaustri. Árið 1395
gaf séra Steinmóður Ingibjörgu, abbadís á Stað í Reynisnesi,
jörðina Brúarland í Skörðum með 4 kúgildum (29). Eitthvað
hefur séra Steinmóður verið að launa Reynistaðarklaustri og
það einmitt um það leyti, sem hann gaf Grenjaðarstaðarkirkju
tvö ölturu með búnaði. Enda held ég, að séra Steinmóður
hafi látið gera þar eitt altarisklæði að auk, sem enn er varð-
veitt, en það er biskupaklæðið úr Hóladómkirkju, nú í Þjóð-
minjasafni Islands nr. 4380 (7. mynd). Séra Steinmóður var
ráðsmaður Hólastóls 1395—1398 og officialis nyrðra 1399
—1403, en það ár andaðist hann (30). Séra Steinmóður virð-
ist hafa viljað gera Hólakirkju og Grenjaðarstaðarkirkju nokk-
urn veginn jafnhátt undir höfði. Hann segir í testamenti
sínu, að ef hann andist fyrir vestan Öxnadalsheiði, þá vilji
hann láta grafa sig á Hólum, en andist hann fyrir austan
heiðina, þá skuli hann grafinn að Grenjaðarstað (31). Á
Hólaklæðinu eru myndir af hinum þrem helgu biskupum,
Þorláki, Jóni og Guðmundi góða, sem að vísu var aldrei tek-
inn í heilagra manna tölu, þó að hann væri álitinn helgur.
Þorlákur og Jón voru ekki heldur kanóníseraðir. Englar standa
hvor sínum megin við hina helgu menn. 1 Hólaklæðinu má sjá
ýmis atriði, sem einnig eru á framantöldum klæðum, sem ég