Skírnir - 01.01.1965, Side 160
142
Selma Jónsdóttir
Skimir
tel öll saumuð í Reynistaðarklaustri. Tiglamunsturbekkurinn
yzt á klæðinu er alveg eins og bekkimir á Marteins- og Sval-
barðsklæðum. Hár englanna á Hólaklæðinu er eins og hár
Jóhannesar á Höfðaklæðinu. Á Hólaklæðinu og á refilsaum-
uðu altarisklæði frá Hrafnagili, nú í Þjóðminjasafni Dana,
eru leturbekkir efst. Stefán Karlsson sagði mér, að ekkert
mælti á móti því, að letrið á báðum klæðum, en það er mjög
svipað, væri frá síðari hluta 14. aldar og væri líkt skriftinni
á AM 344 fol. Annað atriði sérkennilegt tengir Hólaklæðið
handritunum 344 fol. og 48 8vo, en það eru klæðafelling-
arnar, sem að framan var lýst. Slikar fellingar eru einnig í
klæðinu frá Höfða og í Svalbarðsklæðinu, og mætti ætla, að
þær hefðu verið talsvert notaðar í Reynistaðarklaustri. Fell-
ingar þessar er enn að sjá í altarisklæði frá Draflastöðum
í Fnjóskadal.
Altarisklæðið úr kirkjunni á Draflastöðum í Fnjóskadal,
nú í Þjóðminjasafni Islands nr. 3924 (8. mynd), er alveg eins
að lit og biskupaklæðið frá Hólum. Draflastaðaklæðið er
byggt upp af níu hyrndum ferbogareitum. Á milli reitanna
eru rósa- eða blómamunstur, sem tengja reitina saman, án
þess þó að festa þá saman. Ofan og neðan á klæðinu eru
bekkir, byggðir upp úr laufamunstri í tveim litum, eins og
á Höfða- og Maríuklæði. Til beggja handa eru munsturbekk-
ir, ólíkir að gerð. Innan í hinum níu reitum klæðisins eru
myndir af helgum mönnum. I fyrsta reitnum er mynd Jó-
hannesar skírara og mynd af biskupi. Þá eru á klæðinu þrjár
myndir af Maríu mey með barnið; á þeirri fyrstu er hún
með helgri mey, á annarri með móður sinni og á þeirri
þriðju, sem er í miðreit klæðisins, standa englar sitt hvor-
um megin við Maríu. Svipar englum þessum óneitanlega til
englanna á Höfðaklæðinu. 1 næsta reit eru myndir postul-
anna Jóhannesar og Péturs.
Kirkjan á Draflastöðum var helguð Pétri postula með guði,
svo að klæði þetta hefur ekki verið gert honum til dýrðar
sérstaklega. Aftur á móti er Maríu guðsmóður gert þar hátt
undir höfði, þar sem þrír reitir eru henni tileinkaðir. Getur
þetta staðið í einhverju sambandi við, að í máldaga Drafla-