Skírnir - 01.01.1965, Side 162
144
Selma Jónsdóttir
Skírnir
altarisklæði voru gerð og gefin. Þetta fólk hefur látið sér
mjög umhugað um, að klæðin væru sem bezt úr garði gerð,
þó að það hafi tæplega saumað þau sjálft, né gert uppdrátt
að þeim, en það hefur sagt fyrir um gerð þeirra og hvað í
þau skyldi saumað.
Neðsti bekkur Draflastaðaklæðisins er með laufamunstri
í tveim litum eins og bekkirnir á Höfðaklæðinu og Maríu-
klæðinu. Sams konar bekkur er á dúk úr kirkjunni á Skarði
á Skarðsströnd. Bekkurinn vinstra megin á Draflastaðaklæð-
inu, þar sem rauð og græn lauf eru lögð á víxl og mynda
munstur, er svipaður hliðarbekknum vinstra megin á Skarðs-
dúknum. Þar má sjá, að munstrið byrjar á laufblöðum, sem
lögð eru á víxl, en þegar ofar dregur verður einhver rugl-
ingur í munstrinu. Dúkurinn úr Skarðskirkju ber áletrun
Sólveigar Rafnsdóttur, abbadísar í Reynistaðaklaustri. Hún
var síðasta abbadís klaustursins, og mun dúkurinn frá fyrri
hluta 16. aldar (40).
Við Svartadauða 1402—1404 hnignaði Reynistaðarklaustri
mjög. Þá lézt einnig séra Steinmóður Þorsteinsson. Hér álit
ég, að þáttaskil verði í listsaumi Reynistaðarklausturs. Alt-
arisklæðin, sem rætt hefur verið um hér að framan, álít ég
öll gerð þar í klaustrinu á árunum um 1390—1403, fyrir at-
beina dætra Eiríks auðga Magnússonar og bænda þeirra.
HEIMILDIR:
(1) . Halldór Hermannsson, Icelandic llluminated Manuscripts of the
Middle Ages, Copenhagen 1935, bls. 26.
(2) . E. J. Kalf, „Een interssant Boruursel in het Rijksmuseum Twente",
Textilhistorische Bifdragen, 1:50—70, 1959.
(3) . Elsa E. Guðjónsson, „Islenzkur dýrgripur í hollenzku safni“, And-
vari 1962, bls. 127—138.
(4) . Harry Fett, En islandsk Tegnebog fra Middelalderen, Christiania,
1910, 18. mynd. Bjöm Th. Björnsson, Islenzka teikrúbókin í Árna-
safni, Reykjavík 1954, XXXIII. mynd.
(5) . Kristján Eldjárn, Islenzk list frá fyrri öldum, Reykjavík 1957,
57. mynd.
(6) . Stefán Karlsson (útg.), „Islandske originaldiplomer indtil 1450“,
Editiones Arnamagnæanæ, Series A, vol. 7, Knbenhavn 1963, bls.