Skírnir - 01.01.1965, Side 167
Skírnir
Gísla saga og samtíð höfundar
149
saga, að meginhluti sögunnar sé saminn eftir óskráðri sögu
sama efnis, en dr. Björn K. Þórólfsson hafnar þeirri skoðun
og telur söguna frá upphafi til enda verk eins höfundar og
hann hafi haft forn minni til að styðjast við, en engar sann-
anir eru til fyrir því, hver þau minni voru, og litlar líkur
til, að þau kurl komi nokkru sinni til grafar.
Höfundur Gísla sögu lifði á örlagaríkum tímum. Miklir
og harmsögulegir atburðir gerðust fyrir augum hans, svo að
ekki þurfti langt að leita fanga í efnivið til að fylla upp í
þau skörð, sem tíminn hafði brotið í arfsagnir frá liðnum
öldum. Mannleg örlög gátu virzt næsta lík, þó að aldir skildu
á milli, og sannast að segja mun varla vera til sú saga, að
reynsla höfundarins og mynd samtíðar hans verði ekki efn-
ið, sem verkið er síðan unnið úr að meira eða minna leyti.
Nú vill svo vel til, að í Sturlungu er sagt frá samtíma höf-
undar, og með því að leita að hliðstæðum persónum og at-
burðum má geta sér til um, hvaða efni höfundur kynni að
hafa notað í sögu sína. Verður þá fyrst fyrir að vita, hvort
til sé hliðstæða við söguhetjuna Gísla Súrsson, og það vill
hvorki betur né verr til en svo, að á fyrri hluta 13. aldar
var á Vestfjörðum kappi mikill, sem var þar í útlegð, m. a.
í Geirþjófsfirði eins og Gísli. Þessi maður var Aron Hjör-
leifsson, einn mesti kappi, sem uppi var á Sturlungaöld.
Ólafur Þórðarson hvítaskáld orti um hann erfidrápu (?),
og Þormóður skáld og prestur Ólafsson orti um hann 2 kvæði.
Um Þormóð skáld er ekkert kunnugt, nema hann fór utan
úr Dýrafirði 1338. Svo er til af Aroni sérstök saga, Arons
saga, sem dr. Jón Jóhannesson telur skráða á fyrri hluta
14. aldar. Auk þess er mikið frá Aroni sagt í Islendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar og í Þorgils sögu skarÖa.
Hér verður saga Arons ekki rakin, heldur einungis getið
þeirra atriða i lífi hans, sem höfundur Gísla sögu kynni að
hafa þekkt og síðan notað í Gísla sögu, þó að ég telji þau
mál þannig vaxin, að sannanirnar séu engan veginn vafa-
lausar.
Vinslit fóstbrœÖra: Frásögnin af fóstri Arons i Hítardal
hjá Þorláki Ketilssyni er á þessa leið: