Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 168
150
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
Aron hafði vaxit upp at fóstri með ágætum manni, Þor-
láki Ketilssyni í Hítardal. Váru þeir Sturla Sighvatsson
fóstbræðr, þar til er Sturla fór á brott ór Hítardal fimm-
tán vetra gamall til föður síns, en Aron í Flatey til
Eyjólfs. Urðu þá í greinir nökkurar, áðr þeir skildu.
(Sturl. I, bls. 267).
1 Gísla sögu fer fyrirhugað fóstbræðralag þeirra fjórmenn-
inganna út um þúfur, þegar Þorgrímur sagði:
„Ærinn vanda hefi ek, þótt ek gera þetta við þá báða,
Þorkel ok Gísla, mága mína, en mik skyldir ekki til við
Véstein“ ok hnykkir hendi sinni. „Svá munu vér þá
fleiri gera,“ segir Gísli ok hnykkir ok sinni hendi, —
„ok skal ek eigi binda mér vanda við þann mann, er
eigi vill við Véstein, mág minn.“ (Isl. fomr. VI, bls. 23
—24).
Skógarmenn vegna víga. Aron var í aðförinni að Tuma
Sighvatssyni, þegar hann var veginn, og af því leiddi, að
hann varð sekur skógarmaður eftir Grímseyjarför.
Gísli varð sekur skógarmaður eftir víg Þorgríms, mágs
síns.
Langdvalir í GeirþjófsfirSi. Sturla Sighvatsson lét sækja
Aron Hjörleifsson til sektar eftir Grímseyjarför.
Aron „var löngum á Geirþjófsfjarðareyri með litlum
bónda, er Þórarinn hét.“ (Sturl. I, bls. 305).
Börkur bjó mál á hendur Gísla um víg Þorgríms, eftir að
Gísli hafði lent í lífshættu og særzt líkt og Aron.
Eptir þat gengr hann á bátinn ok rœr út yfir nesit ok
yfir ArnarfjQrð ok yfir fjQrð þann, er gengr inn af Arn-
arfirði, er heitir GeirþjófsfjQrðr, ok býsk hann þar um
ok gerir þar alhýsi ok er þar um vetrinn. (Isl. fomr. VI,
bls. 66—67).
MisheppnuS sáttabdS: Sturla Sighvatsson kom á Vestfjörðu
og ætlaði að leita sátta við Hrafnssonu, en Aron var í vemd
þeirra.
Þeir leituðu við at koma Aroni í sætt, en þat fór því
firr, sem þeir sóttu þess meir. (Sturl. II, bls. 259).
Gísli gerði orð mágum sínum Helga, Sigurði og Vestgeiri,