Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 169
Skírnir Gísla saga og samtíð höfundar 151
að þeir fari til þings og bjóði sætt fyrir hann, að hann yrði
ekki sekur.
Ok fara þeir til þings, Bjartmarssynir, ok koma engu
áleiðis um sættina, ok kalla menn, at þeir hafi illa bor-
it sik, svá at þeim hafi næsta í allt skap komit, áðr en
létti. (Isl. fornr. VI, bls. 67).
Farið í kringum land. Eftir Grímseyjarför fór Aron til
Austfjarða til Svínafells og þaðan vestur sveitir til Rauða-
mels, en síðan vestur að Eyri við Arnarfjörð, og tóku Hrafns-
synir við honum. (Sturl. I, bls. 293—294).
Svá er sagt, at Gísli var þrjá vetr í Geirþjófsfirði, en
stundum með Þorkatli Eiríkssyni, en aðra þrjá vetr ferr
hann um allt ísland ok hittir hofðingja ok biðr sér liðs.
(ísl. fornr. VI, bls. 68—69).
Njósnarmenn sendir.
Svá bar at eitt kveld, at þar var kominn einn útanhér-
aðsstrákr, sá er menn höfðu ekki gaum at gefit. Hann lét
sem hann svæfi, er þeir [Hafþór og Aron] kómu í stof-
una, ok hlýddi til tals manna ok heyrði nefndan Aron
... Líðr sjá nótt, ok standa menn upp um morgininn.
Ok er mann koma í stofu, var strákrinn í brottu. (Sturl.
II, bls. 265). Sturla sendi Björn á Eyri at njósna, ef
Aron væri þar í sveit. (Sturl. I, bls. 307).
Börkur digri sendi Helga til Hergilseyjar til að njósna um
Gísla, en hann gerir sér upp sótt, og kemst að því, að Gísli
er í eynni, og flytur Berki tíðindin (Isl. fornr. VI, bls. 79
—80).
Fimmtán menn í aðjör áS útlögunum, sem hafa einn mann
með sér (Hafþór, Ingjald).
Reið Sturla þá út á strönd með fimmtánda mann. Þá
var Aron at Valshamri ok þeir Hafþórr tveir ok váru
þar í sauðahúsi á vellinum. (Sturl. I, 307). Arons saga
nefnir hins vegar 11 menn (Sturl. II, bls. 266).
Síðan býsk Bgrkr heiman, ok eru saman fimmtán,
fara á skip ok sigla sunnan yfir BreiðafjQrð. (Isl. fornr.
VI, bls. 80).
Förunautar vegnir, en útlagarnir komast undan sœr'ðir á