Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 172
154
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
skipinu þiljur ok þóptur, árar ok allt þat, sem laust var
innbyrðis, ok hvelfir skipinu ok lætr reka inn at Nesj-
um. (Isl. fornr. VI, bls. 78).
tJtlagana dreymir, á8 yfir þá sé lögS skikkja éSa dreyrug
húfa bundin á höfuS þeim.
Aron kvað sig dreymt hafa, at biskup legði yfir hann
skikkju sína um nóttina. (Sturl. I, bls. 291).
„Þat dreymði mik enn,“ sagði Gísli, „at sjá kona kom
til mín ok batt á hQfuð mér dreyrga húfu ok þó áðr hpf-
uð mitt í blóði ok jós á mik allan, svá at ek varð alblóð-
ugr.“ (Isl. fornr. VI, bls. 103).
HeilræÖi GuÖmundar góSa og hinnar betri draumkonu.
„Ver góðr við fátæka menn“, (Sturl. I, bls. 291).
„en þó skyldir þú sem trúmestr vera, sonr minn, ok
vertu sem bezt við fátæka menn.“ (Sturl. II, bls. 246).
„ok hon réð mér þat, meðan ek lifða, at láta leiðask
foma sið ok nema enga galdra né fomeskju ok vera vel
við daufan ok haltan ok fátœka ok fáráða.“ (Isl. fornr.
VI, bls. 70).
VopniÖ Grásiða. Þess er getið í frásögninni af örlygsstaða-
bardaga.
Sturla varðist með spjóti því, er Grásíða hét, fomt ok
ekki vel stinnt málaspjót. (Sturl. I, bls. 435).
Grásíða kemur mikið við sögu í Gísla sögu. Er fyrst af því
sagt, að Gísli sonur Þorkels Sýrdæls, hefnir Ara bróður síns
og fær sverðið Grásíðu léð hjá Kol, þræl Ingibjargar, en
skilar því ekki aftur, og varð það til þess, að þrællinn særði
liann til ólífis, en Gísli hjó með Grásíðu í höfuð þrælnum,
„svá fast at sverðit brotnaði“ (Isl. fomr. VI, bls. 6). Næst
er það frá Grásíðu að segja, að Þorgrímur og Þorkell Súrsson
bjóða Þorgrimi nef til sín.
Nú eru tekin Grásíðubrot, er Þorkell hafði hlotit ór
skiptinu þeira brœðra, ok gerir Þorgrímr þar af spjót,
ok var þat algort at kveldi; mál váru í ok fœrt í hepti
spannar langt. (Isl. fornr. VI, bls. 37—38).
Síðan er Vésteinn veginn með því, og svo vegur Gísli Þor-
grím með því og hefnir með því Vésteins fóstbróður síns.