Skírnir - 01.01.1965, Page 173
Skírnir
Gísla saga og samtíð höfundar
155
Orsakir sektar og útlegSar. Aron varð sekur skógarmaður
fyrir að hafa verið með í aðförinni að Tuma Sighvatssyni,
og hann bar vopn Tuma í Grímseyjarbardaga. (Sturl. I, bls.
291). Gísli varð sekur vegna vígs Þorgríms, bróður Barkar
digra.
Þórdís Snorradóttir og Þórdís Súrsdóttir. Um sama leyti
og Aron var útlagi í Geirþjófsfirði og annars staðar á Vestur-
landi var Þorvaldur Vatnsfirðingur voldugasti höfðinginn á
Vestfjörðum. Hann var tvíkvæntur, og var síðari kona hans
Þórdís dóttir Snorra Sturlusonar í Reykholti. Hún var komin
af Þórdísi Súrsdóttur í ættir fram, nafnið hafði haldizt í ætt
Snorra goða, sonar Þorgríms og Þórdísar Súrsdóttur. Gísla
saga lýsir Þórdísi Súrsdóttur þannig: „hon var bæði væn ok
vitr“. (Isl. fornr. VI, bls. 7). Ekki er ósennilegt, að lýsing
Þórdísar Snorradóttur hafi verið svipuð, og fjöllyndið erfði
hún frá föður sínum.
Því er að þessu vikið, að á lífsferli beggja koma fyrir svip-
uð atvik, sem nú skal frá greint.
Björgun úr brennu gegnum vegg. Hrafnssynir brenndu
Þorvald Vatnsfirðing inni á Gillastöðum og hefndu svo föður
síns. Þorvaldur lagðist yfir eldstó og lét svo líf sitt.
Eftir þetta beiddi Skeggi griða ok útgöngu þeim, er inni
váru. Var Þórdís þar þá út dregin um vegginn. Högni
gekk þá út ok allir heimamenn. (Sturl. I, bls. 322—323).
Einar og Árni, synir Skeggja í Söxu, gerðu aðför að Þor-
birni og börnum hans, en Gísli hafði vegið Bárð frænda
þeirra og höggvið fótinn af Hólmgöngu-Skeggja, föður þeirra.
Skeggjasynir lögðu eld í húsin, en heimafólkið varðist eld-
inum og slökkti hann þrisvar:
ok þá eptir fengu þeir Gísli brotit vegginn ok komask
svá á brott tíu saman (Isl. fornr. VI, bls. 13).
Sömu nöfn. Annar Hrafnssona heitir Einar eins og annar
sonur Hólmgöngu-Skeggja. Bóndinn á Gillastöðum heitir
einnig Skeggi.
Tveir elskhugar. Um sumarið 1232 fór Snorri Sturluson
vestur til Vatnsfjarðar.
Þá kom til hans Ölafr Æðeyingr. Hann hafði getit barn