Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 174
156
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
við Þórdísi, dóttur Snorra. Seldi hann þá Snorra sjálf-
dæmi ... I þann tíma var í kærleikum við Þórdísi Oddr
Álason. (Sturl. I, bls. 360).
Bárðr hét maðr; hann bjó þar í Súmadal; . . . Þat íqI-
uðu sumir menn, at Bárðr fífldi Þórdísi Þorbjarnardóttur.
(ísl. fomr. VI, bls. 7).
Hólmgöngu-Skeggi leitaði mægða við Þorbjöm, — en til
samfara við Þórdísi.
En ÞorbjQm vildi eigi gipta honum konuna. Þat var tal-
at, at KolbjQrn væri í þingum við Þórdísi. (Isl. fornr. VI,
bls.9).
ViSsjár milli elskhuga.
Þórdís bjó þá í Vatnsfirði, sem fyrr var ritat. Um várit
eftir páska kom þar Oddr Álason . . . Váru þá kærleikar
miklir með þeim Oddi ok Þórdísi. Ok einn morgin snemma
urðu menn varir við, at bærinn var horfinn mönnum,
ok heyrðu þeir vápnabrak. Högni gekk til dura ok spurði,
hverir komnir væri. Honum var sagt, at þar væri þeir
mágar, Ólafr Æðeyingr ok Snorri Magnússon ór Gmnna-
vík, ok báðu þá út ganga .. . En er Oddr hafði fengit
vápn sín ok þeir skynjuðu, at eigi var mannmargt úti,
réðu þeir til útgöngu. Ok var lítill liðsmunr, ok réðu
hvárigir á aðra. (Sturl. I, bls. 361).
Hólmgöngu-Skeggi kenndi því um, að Þórdís var í þing-
um við Kolbjörn, að hann fékk hana ekki fyrir konu, „ok
ferr til fundar við KolbjQrn ok býðr honum hólmgQngu í
eyinni Sqxu“, en Kolbjörn þorði ekki að fara, og fór Gísli í
hans stað og barðist við Skeggja og hjó af honum annan
fótinn. (Isl. fornr. VI, bls. 8—10).
Vinátta, sem endar meS brennu. Sturla Sighvatsson setti
Odd Álason að gæta þingmanna sinna í Vestfjörðum.
Fór hann þá vestr, ok fundust þeir Órækja, ok lagðist
allvel á með þeim. Mæltu þeir til vináttu með sér.
(Sturl. I, bls. 363).
Vinátta Odds og Órækju varð ekki langæ, því að Oddur
var rægður í eyru Órækju með bréfi og fór hann að Oddi