Skírnir - 01.01.1965, Side 175
Skírnir
Gísla saga og samtíð höfundar
157
og brenndi bæ hans, og særðu hann og síðan var unnið á
honum. (Sturl. I, bls. 365—367).
Ekki er að skilja Gisla sögu á annan veg en þann, að Gísli
og Kolbjörn hafi verið góðir vinir, þar sem Gísli ætlar með
honum til hólmgöngunnar við Hólmgöngu-Skeggja og geng-
ur á hólm fyrir hann, þegar Kolbjörn guggnar á að fara.
Þetta olli vinslitum þeirra, og eftir að Þorkell súr og börn
hans höfðu bjargazt úr brennunni á Stokkum efldust þau
að liði og komu á óvart til Kolbjarnar og brenndu hann inni
við tólfta mann. (fsl. fornr. VI, bls. 9—13).
Hér verður látið staðar numið á upptalningu svipaðra efn-
isatriða í Sturlungu og Arons sögu annars vegar og Gísla
sögu hins vegar. En hins vegar verður ekki skilizt við þenn-
an samtíning án þess að draga dæmin saman. Er þá fyrst að
benda á, að meiri hluti þeirra atburða, sem frá er greint í
1slendinga sögu og Arons sögu gerast á Vestfjörðum eða Vest-
urlandi, þar sem höfundur Gísla sögu þekkti bezt til, að því
er séð verður. Atburðimir gerast flestir tveimur til þremur
tugum ára áður en Gísla saga er talin rituð. Dr. Björn K.
Þórólfsson telur, að hún sé verk aldraðs manns, svo að ekk-
ert virðist þvi til fyrirstöðu, að hann hafi þekkt flesta eða
jafnvel alla þá atburði, sem frá er greint og upp eru taldir
hér að framan og um er getið í íslendinga sögu og Arons sögu,
að sumum þeirra gæti hann jafnvel hafa verið sjónarvottur,
og þetta efni hafi hann síðan vitandi eða óafvitandi notað í
Gísla sögu. Sérstaklega eru líkingaratriðin í aðför Sturlu Sig-
hvatssonar að Aroni á Valshamri og Barkar digra að Gísla
í Hergilsey svo mörg og samtengd, að furðulegt má teljast,
ef tilviljun er.
Nú kynni einhver að segja sem svo, að þar sem Gísla saga
sé rituð á undan íslendinga sögu og Arons sögu, þá sé lang-
sennilegast, að þessi sameiginlegu atriði séu tekin frá Gísla
sögu, sem höfundar beggja sagnanna hafi þekkt. Þetta eru
þó ekki haldgóð rök, enda ekki verið bent á dæmi þess, að
höfundur Islendinga sögu hafi fellt efni úr sögum, sem eiga
að gerast tveim til þrem öldum fyrr, inn í samtímasögu sína.