Skírnir - 01.01.1965, Side 177
HERMANN PÁLSSON:
FYRSTA MÁLFRÆÐIRITGERÐIN
OG UPPHAF ÍSLENZKRAR SAGNARITUNAR.
1
Þeir fræðimenn, sem vilja takast á hendur að kanna feril
og þróun íslenzkrar sagnaritunar að fornu, verða að gera sér
rækilegt far um að vega og meta allar tiltækar heimildir af
sem mestri varkárni og gaumgæfni. Einsætt er, að slíkar
rannsóknir verða ekki inntar af hendi, nema ráðið sé yfir
víðtækri og öruggri þekkingu á sagnaforðanum í heild og
einnig á öllu umhverfi sagnanna. Kannendur verða að gera
sér sem gleggsta grein fyrir þróun og breytingum í íslenzku
þjóðfélagi frá landnámum og allt fram yfir ritunartíma sagn-
anna. Enginn má ætla sér þá dul, að hann geti túlkað sög-
urnar af neinu viti, ef svo illa hagar til, að hann hefur ekki
lagt stund á að kynna sér forn viðhorf og verðmæti. Hann
verður með öðrum orðum að grafast fyrir um tilgang sagna,
en slíkt er ekki unnt að gera, nema glöggur skilningur á fom-
öldinni sé fyrir hendi. Um þetta atriði hef ég rætt nokkuð
annars staðar, (1) og mun ég því ekki fjalla um það hér,
enda varðar það ekki meginmark þessarar ritgerðar. En því
hef ég drepið á þetta mál, að menn hafa oft skeytt harla litlu
um forsendur fyrir þeim dómum, sem kveðnir hafa verið upp
um eðli fornsagna vorra og þróun.
Ein ástæðan til þess, hve torvelt er að skapa sér örugga
mynd af þróun sagnaritunar hérlendis, er sú, að samtíma-
dómar um hana eru næsta fáir og beinar frásagnir af rit-
störfum manna að fornu eru ekki ýkjamargar. Ummæli
Snorra Sturlusonar í formálanum að Heimskringlu, inn-
gangsorðin að Hungurvöku, formáli Sverris sögu og ýmsar
sambærilegar athugasemdir í fornum ritum um sagnaritun
eru allt ómetanleg gögn, en þó er hér um að ræða heimildir,