Skírnir - 01.01.1965, Page 178
160
Hermann Pálsson
Skimir
sem verður að beita af stökustu varkárni. Orðalag þeirra er
stundum svo tvírætt eða óskýrt, að fræðimaðurinn verður
fyrsta að reyna að túlka þær, áður en unnt sé að draga af
þeim hæfar ályktanir. En allt um það eru slíkar staðhæfing-
ar í fornum ritum um ritstörf og fræðaiðkanir svo mikilvæg-
ar heimildir, að fram hjá þeim verður ekki gengið að skað-
lausu, þegar fjalla skal um íslenzka sagnaritun að fornu. 1
eftirfarandi köflum verður rætt um mikilvæga heimild, sem
varðar mjög þróun íslenzkrar bókmenntasögu á tólftu öld.
Vænti ég þess, að grein mín geti rutt brott ýmiss konar mis-
skilningi, sem gætt hefur um þessa heimild.
2
Fyrsta málfræðiritgerðin svokallaða (hér á eftir verður
hún skammstöfuð FM) er varðveitt í fjórtándu aldar hand-
riti af Eddu Snorra Sturlusonar, en einsætt er, að ritgerðin
stafar frá miklu eldri tíma og er tvímælalaust frá tólftu öld,
eins og talið hefur verið. (2) Nú skiptir það miklu máli
fyrir heimildargildi ritgerðarinnar fyrir íslenzka sagnaritun,
hvenær hún var samin, og þykir mér því rétt að fara nokkr-
um orðum um aldurseinkenni hennar.
1 ritgerðinni er vitnað til Ara Þorgilssonar (1067—1148)
og fræðistarfa hans. Övíst er, hvenær Ari hóf ritstörf sín,
en varlega má gera ráð fyrir því, að hann hafi orðið þekktur
fyrir þau, fyrr en kemur nokkuð fram yfir aldamótin 1100.
Hins vegar er ekki unnt að fullyrða, hvort FM er rituð að
Ara lifanda. Sýnir tilvitnunin til Ara það eitt, að hún er
ekki rituð fyrr en hann hefur unnið merkileg afrek á sviði
fræðimennsku. Má vel vera, að höfundur FM hafi haft Is-
lendingabók sérstaklega í huga, og er þá ritgerðin ekki sam-
in fyrr en um 1130, en gæti að sjálfsögðu verið samin all-
löngu síðar.
Miklu gleggri hugmynd um ritunartíma FM er hægt að
fá af því, sem hún segir um íslenzka lagaritun. Tvívegis
nefnir hún lögin sem eina þá bókmenntategund, sem tíðk-
aðist að rita á dögum hans hérlendis. Auk þess nefnir hún