Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 179
Sklrnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 161
lögin sérstaklega í sambandi við nauðsyn þess, að stafsetning
íslenzkrar tungu sé sem allra réttræðust. Verður síðar vikið
að því efni nánar. Nú er það alkunna, að íslenzk lagaritun
hefst ekki fyrr en veturinn 1117—18, og hlýtur því FM að
vera yngri en frá þeim tíma. Að vísu var einungis nokkur
hluti laganna ritaður þennan vetur og samþykktur síðan á
Alþingi vorið 1118, en ástæða er til að ætla, að lagaritun-
inni hafi verið lokið til hlítar, áður en Bergþór Hrafnsson lét
af lögsögu, en því starfi gegndi hann síðast sumarið 1122.
Islenzku lögin voru fyrst skráð á Breiðabólstað í Vestur-
hópi og að því er virðist að tilhlutun Hafliða Mássonar. Ef
til vill hefur Bergþór Hrafnsson, sem kosinn var til lögsögu-
manns árið 1117, sama árið og samþykkt var að láta skrá-
setja lögin, verið skyldur Hafliða. Til þess gæti tvennt bent.
f fyrsta lagi eru lögin skráð á heimili Hafliða, og í öðru lagi
er þess að gæta, að nafnið Bergþór er engan veginn algengt
og kemur þó fyrir í ætt Hafliða. Svo hét meðal annarra
bróðir hans. Hvernig sem þeim málum er háttað, þá er víst,
að Hafliði hefur ráðið miklu um lagaritunina. Ari fróði hef-
ur sagt frá lagarituninni á Breiðabólstað, og mátti honum
vera kunnugt um hana, þar sem fóstursystir hans var kona
Hafliða Mássonar, og auk þess var náfrænka Ara gift heim-
ilisprestinum á Breiðabólstað. En Ara segist frá á þessa lund:
„Et fyrsta sumar, es Bergþórr sagði lpg upp, vas nýmæli þat
gort, at log ór skyldi skrifa á bók at Hafliða Mássonar of
vetrinn eptir at SQgu ok umbráði þeira Bergþórs ok annarra
spakra manna, þeira es til þess váru teknir. Skyldu þeir gorva
nýmæli þau q11 í lggum, er þeim litisk þau betri an en fornu
lgg. Skyldi þau segja upp et næsta sumar eptir í logréttu,
ok þau q11 halda, es enn meiri hlutr manna mælti þá eigi
gegn. En þat varð at framfara, at þá vas skrifaðr Vígslóði
ok mart annat í lQgum, ok sagt upp í lQgréttu af kennimQnn-
um of sumarit eptir. En þat líkaði Qllum vel, ok mælti því
mangi í gegn.“
Orð Ara eru öll hin merkilegustu, og er nauðsynlegt að
benda á nokkur atriði til skýringar því, sem brátt verður sagt
um FM. f fyrsta lagi má þess geta, þótt slíkt komi máli voru
11