Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 180
162
Hermann Pálsson
Skirnir
ekki ýkjamikið við, að Alþingi samþykkir árið 1117, að lögin
skyldi rita. Að þessu er einmitt vikið í Þingeyraannál, sem
segir við þetta ár, að þá hafi lögfundur verið. 1 öðru lagi kem-
ur glöggt fram, að Hafliði Másson hlýtur að hafa átt hér
mikinn hlut að máli, eins og þegar var á drepið. í þriðja
lagi virðast hinir spöku lagamenn ekki hafa verið jafnsnjallir
í listinni að lesa og þeim voru lögin kunn, þar sem klerkar
voru látnir lesa þau upp í lögréttu. 1 þessu sambandi má og
minna á, að þrír af lögsögumönnum tólftu aldar voru lærð-
ir prestar. I fjórða lagi er það athyglivert, hve mikla áherzlu
Ari leggur á það, að enginn hafi mælt gegn lögum þeim, sem
sögð voru upp i lögréttu sumarið 1118. Hlýtur sá grunur að
vakna, að annaðhvort hafi síðari lagabálkar mætt einhverri
andspymu, er þeir höfðu verið skráðir og vom bornir upp
til samþykktar, ella þá að til deilna hafi komið um orðalag
lagahandritanna síðar.
Með ritun laganna gerbreytist staða þeirra í þjóðfélaginu,
þar sem þau urðu sjálfstæðari og óháðari lögsögumanni, en
fyrr hafði verið. Vafalaust hafa höfðingjar og leiðtogar kirkj-
unnar snemma reynt að fá sér handrit af lögum, enda hlaut
slíkt að vera þeim næsta nauðsynlegt. En um leið og lögin
fóru að ganga í handritum, skapaðist ný hætta. Skrifarar
gátu óafvitandi sett í þau villur, enda fór svo, að löggjafinn
varð að fyrirbyggja það, að slík frávik yrðu tekin gild í laga-
þrætum. í fornlögunum kemur fyrir svofellt ákvæði, og staf-
ar það frá tólftu öld: „Þat er ok, at þat skulu lgg vera á landi
hér, sem á skrám standa. En ef skrár skilr á, ok skal þat
hafa, er stendr á skrám þeim, er biskupar eigu. Nú skilr enn
þeirra skrár á, þá skal sú hafa sitt mál, er lengra segir þeim
orðum, er máli skipta með mQnnum. En ef þær segja jafn-
langt ok þó sitt hvár, þá skal hafa sitt mál, er í Skálaholti er.
Þat skal allt hafa, er finnsk á skrá þeiri, er HafliSi lét gera,
nema þokat sé síðan, en þat eitt af annarra lQgmanna fyrir-
SQgn, er eigi mæli því í gegn, ok hafa allt þat, er hitzug
leyfir eða gleggra er.“ (3)
Lagagrein þessi sýnir hvorttveggja, að lagahandritum hef-
ur borið á milli og á hinn bóginn hefur handrit Hafliða sjálís