Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 181
Skirnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 163
notið sérstöðu, þar sem það var tekið fram yfir önnur hand-
rit. Nú andaðist Hafliði árið 1130, og afkomendur hans virð-
ast ekki hafa haft mikil völd. Er því vafasamt að gera skil-
yrðislaust ráð fyrir því, að ákvæðið í heild sé gert löngu eftir
fráfall Hafliða. Ég hef þegar bent á, að ummæli Ara um
samþykkt laganna sumarið 1118 virðast bera með sér, að til
misklíðar hafi komið um lögin síðar. Nú er Islendingabók
að öllum líkindum skrifuð nokkrum misserum fyrir andlát
Hafliða, og sé það rétt ályktað, að orð bókarinnar sýni deilur
um lög, hefur slíkt orðið fyrir dauða Hafliða. Er því engan
veginn óhugsandi, að ákvæði fornlaganna um sérstöðu Haf-
liðaskrár stafi frá efstu dögum Hafliða sjálfs.
Eins og höfundur FM leggur svo mikla áherzlu á, þá er
mjög nauðsynlegt að hafa lögin skráð með ótvíræðri staf-
setningu. f fyrsta lagi gat það valdið misskilningi, er lögin
voru lesin upp í lögréttu, ef stafsetning var tvíræð og upp-
lesandi lagði rangan skilning í orðin, svo að öðruvísi var les-
ið en skrifari ætlaðist til. Höfundur FM nefnir lögin einmitt
í sambandi við fjölgun sérhljóða í íslenzku, en þau sérhljóða-
tákn, sem hann vildi bæta við latneska stafrófið, skipta oft
máli fyrir merkinguna. Væri einn sérhljóði notaður fyrir
tvö sundurleit hljóð, hlaut slíkt að vera tvírætt, þegar um
var að ræða tvö orð, sem voru eins að öðru leyti. Um þetta
farast höfundi FM orð á þessa lund: „Eigi er þat rúnanna
kostr, þó at þú lesir vel eða ráðir vel at líkindum, þar sem
rúnar vísa óskýrt. Heldr er þat þínn kostr; enda er þá eigi
orvænt, at þeygi lesa ek vel eða mínn maki, ef sá finnsk,
eða ráða ek vel at líkindum til hvers ins rétta fœra skal, ef
fleiri vega má fœra til rétts en einn veg, þat sem á einn veg
er þó ritit, ok eigi skýrt á kveðit, ok skal geta til, sem þú
lézk þat vel kunna. En þó at allir mætti nQkkut rétt ór gora,
þá er þó vís ván, at þeygi vili allir til eins fœra, ef máli
skiptir allra helzt í lQgum.“
Eðlilegt virðist að gera ráð fyrir því, að þessi umhyggja
höfundar FM fyrir nákvæmni í lagaritun sé ekki algerlega
óháð ákvæði laganna um mismunandi rétt einstakra laga-
handrita. Hvorttveggja stafar af sömu forsendum: ónákvæm-