Skírnir - 01.01.1965, Síða 182
164
Hermann Pálsson
Skírnir
um uppskriftum laga, því að ekki er heimilt að gera ráð fyrir
því, að menn hafi vísvitandi vikið frá fyrirmyndum sínum,
er þeir rituðu lögin eftir handritum. Frumgerð laganna á
skrá hefur auðsæilega verið með ófullkominni stafsetningu,
og slíkt hefur valdið ýmiss konar misskilningi, eftir því sem
lögin voru skrifuð upp oftar. Löggjafinn ræður hót á þessu
með því að raða lagaskrám eftir ákveðnum reglum, þar sem
handrit Hafliða er haft í mestum metum, en staffræðingur-
inn vill fyrirbyggja misskilning með því að gera stafsetning-
una ótvíræða. Nú hagar svo til, að brot af lagahandriti, sem
talið er vera frá því um miðja tólftu öld eða skömmu síðar,
hefur svipuð einkenni í stafsetningu og koma fram í FM. (4)
Sum þessi atriði munu að öllum líkindum vera runnin frá
stafsetningarumbótum FM, sem þá hlýtur að vera eldra.
Af þessum rökum má líklegt þykja, að FM sé ritað á tíma-
bilinu frá þvi um 1125 til 1150, eða á öðrum fjórðungi tólftu
aldar, en þó má vera, að einhverju geti skeikað um.
3
Með orðunum þýSingar helgar, sem höfundur minnist á
tvívegis í ritgerð sinni, (b) og (c), virðist hann eiga við þýð-
ingar á sögum helgra manna, hómilíur og önnur rit, sem
klerkastéttin notaði í því skyni að skýra kristinn dóm fyrir
alþýðu manna. Vafalaust hafa slíkar bækur verið til á móð-
urmálinu þegar á öndverðri elleftu öld. Mönnum hættir oft
til að gleyma því, þegar fjallað er um uppruna slíkra rita á
íslenzku, að hér var ekki einungis um þýðingar úr latínu
að ræða, heldur einnig úr enskri tungu, sem var móðurmáli
voru harla skyld. Það þurfti því mun minna átak að snara
kristnum bókmenntum úr ensku en úr latínu, og auk þess
störfuðu hér ýmsir enskir biskupar og klerkar framan af
kristni.
Heimildir um bókagerð Islendinga á elleftu öld eru ekki
mikilvægar. Litlar ályktanir verða dregnar af því, að einn
ensku trúboðsbiskupanna, sem störfuðu hér þá, var kallaður
hinn bókvísi, þar sem ekkert er vitað með fullri vissu um