Skírnir - 01.01.1965, Síða 183
Skírnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 165
tilefnið til þeirrar nafngiftar. Hitt er þó víst, að undir lok
elleftu aldar er bókaeign orðin svo mikil, að í tíundarlögun-
um (1097) eru sérstök ákvæði, sem varða hana. Samkvæmt
þessum lögum þurfti ekki að telja bækur fram til tíundar,
og vafalaust hefur þar einkum verið um kristileg rit að
ræða. (5) Hins vegar má vel vera, að slíkar bækur hafi
margar hverjar verið á latínu.
Þegar kemur fram yfir 1100, verða heimildir um bóka-
gerð rækilegri. Þess er til að mynda sérstaklega getið um
suma biskupana, að þeir hafi lagt kapp á að láta rita hækur.
Að sjálfsögðu hefur bókaiðja þeirra einkum verið í þágu
kirkjunnar, og þar hafa vafalaust verið latneskar hækur til
messusöngs og einnig hómilíur og aðrar þýðingar helgar á
móðurmálinu. 1 Jóns sögu helga hermir svo af iðju manna
á Hólastóli: „Hér mátti sjá um q11 hús biskupsstólsins mikla
iðn ok athofn. Sumir lásu heilagar ritningar, sumir rituðu,
sumir sungu, sumir námu, sumir kenndu.“ (6) Og um einn
lærisvein Jóns biskups, Klæng Þorsteinsson, segir sagan:
„Hafði hann marga vaska lærisveina undir sér, ritandi bœkr
margar ok merkiligar, þær sem enn tjást at Hólum ok víða
annars staðar.“ (7) Hungurvaka getur einnig um bókagerð
Klængs, meðan hann var biskup í Skálholti: „Hann lét ok
rita tíðabœkr miklu betri, en áðr váru. Sú var q11 iðja hans
senn: at kenna prestlingum ok ritaði ok sQng psaltara." (8)
Það er einkar merkilegt til frásagnar um Jón ögmundarson,
að eitthvert hinzta verk hans í þessu lífi var að verðsetja
bók, sem „einn af mQrgum hans lærisveinum, hinn hezti
skrifari,“ hafði skrifað. (9)
Um notkun helgra þýðinga á Hólum til uppfræðslu alþýðu
er frásögn ein í Jóns sögu. Jón biskup hafði fengið gauzkan
mann, sem Gísli Finnsson hét, „vel bóklærðan ok hinn snjall-
asta túlk guðligra ritninga“ til að stjóma klerkunum. „Þá er
meistari Gísli talaði guðs orð fyrir fólkinu at hátíðum, þá
talði hann eigi utanhókar marga hluti eðr treysti mjpk á sitt
minni, heldr skýrði hann út heilagra feðra ritningar eptir
þeiri bók, sem á lektaranum lá fyrir honum. Gerði þessi vit-
ugi maðr ok hinn forsjáli þetta mest sakir lítillætis, at þar