Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 185
Skirnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 167
annars stáSar hafi heldr garzk, e'ða iQg sín setja
menn á bœkr, hver þjóð á sína tungu.
Þegar höfundur velur þannig úr og nefnir einungis tvær
tegundir bókmennta á móðurmálum annarra þjóða, má senni-
legt telja, að slíku valdi áhugi hans á þessum efnum umfram
aðrar bókmenntir. Um lögin er óþarft að ræða, en fróðleik-
urinn, sem getið er um, þarf nokkurrar skýringar við. Þótt
höfundur nefni engar ákveðnar þjóðir í þessu sambandi, þá
getur enginn vafi leikið á því, að hann hefur Englendinga í
huga sérstaklega, þó að hugsanlegt sé, að Irar og jafnvel enn
fjarlægari þjóðir, svo sem Frakkar, geti einnig komið til
greina. Fróðleiknum skiptir höfundur FM í tvennt: annars
vegar er um að ræða viðburði, sem gerzt hafa innanlands,
og hins vegar eftirminnilega atburði utanlands. Af enskum
og írskum ritum, sem höfundi FM hefur getað verið kunn-
ugt um, má til að mynda nefna annála, sem minntust bæði
útlendra og innlendra atburða.
Enginn þarf að efast um, að höfundi FM hafi einnig ver-
ið kunnugt um aðra notkun ritmáls með útlendum þjóðum
en þá, sem hann getur um í greininni. Að sjálfsögðu hefur
hann hlotið að vita einnig um kristileg rit á þjóðtungum er-
lendis, svo sem hómilíur. Þvi er óheimilt að draga þá nei-
kvæðu ályktun af þessari grein, að höfundur FM hafi ein-
ungis þekkt lög og fróðleik af ritum á öðrum þjóðtungum.
Ég nefni þetta af þeirri ástæðu, að menn hafa ekki hikað við
að draga þá neikvæðu ályktun af öðrum orðum FM, að hon-
um hafi ekki verið kunnugt um önnur sagnarit en þau, sem
Ari Þorgilsson skrifaði, af því að hann nefnir hann einn
höfunda.
f FM gætir töluverðs hlýleika í garð Englendinga, og þeg-
ar sagt hefur verið, að þeir hafi lagað latneska stafrófið að
þörfum enskrar tungu, víkur höfundur að móðurmáli sínu:
(b) Nú eptir þeira [þ. e. Englendinga] dœmum, alls
vér erum einnar tungu, þó at garzk hafi mj()k
Qnnur tveggja eða nQkkut báðar, til þess at hœgra
verði at rita ok lesa, sem nú tíðisk ok á þessu
landi, bœði ÍQg ok áttvísi eða þýðingar helgar, éða