Skírnir - 01.01.1965, Síða 186
168
Hermann Pálsson
Skírnir
svá þau in spakligu frœSi, er Ari Þórgilsson hef-
ir á bœkr sett af skynsamligu viti, þá hefi ek ok
ritit oss Islendingum stafróf . . .
Samanburðurinn við Englendinga rennur eins og rauður
þráður um alla greinina. 1 fyrstu setningunni er beinlínis
vitnað til fyrirmyndar þeirra, og síðan er óbeint vikið að
þeim með orðalaginu „sem nú tíðisk ok á þessu landi“ og
„þá hefi ek ok ritit oss Islendingum stafróf". En hérlendis
telur höfundur FM upp fleira en áður frá öðrum löndum,
og að þessum innlendu bókmenntagreinum kemur hann enn
í lokaspretti ritgerðarinnar:
(c) Nú um þann mann, er ríta vill éSa nema at váru
máli ritit, annat tveggja helgar þýSingar eSa iQg
eSa áttvísi éSa svá hverigi er mdSr vill skynsam-
liga nytsemi á bók nema éSa kenna, enda sé hann
svá lítillátr í fröSleiksástinni, at hann vili nema
litla skynsemi heldr en engva, þá er á meSai
verSr innar meiri, þá lesi hann þetta kápítúlum
vandliga . . .
1 tveim köflunum, sem hér voru síðast tilfærðir, eru nefnd-
ar þýSingar helgar, lög og áttvísi. En hins vegar er í fyrri
kaflanum (b) ekki getið um önnur frœSi en þau, sem Ari
Þorgilsson hafði ritað, þar sem í (c) er Ari ekki nefndur á
nafn, heldur er talað um „skynsamlega nytsemi“, sem gæti
átt við Ara, og einnig um minni háttar fróðleik. Hvemig sem
reynt verður að snúa út úr orðum hins forna staffræðings,
þá er ekki hægt að komast hjá þeirri ályktun, að hann hef-
ur kannazt við önnur og lélegri fróðleiksrit en verk Ara,
þótt honum þyki að sjálfsögðu ekki jafnmikið til þeirra
koma. Verður fjallað um þetta atriði enn síðar, en fyrst skal
farið nokkrum orðum um áttvísi.
5
Hugtakið áttvísi virðist merkja fróðleik um ættir, ættfræði.
Orð þetta kemur fyrir víðar í fornum ritum. Um Eystein
konung segir til að mynda, að hann væri spekingur að viti,