Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 187
Skírnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf isl. sagnaritunar 169
að öllu fróður, lögum og dæmum, mannfræði og œttvísi. Orð
þau, sem hér eru skáletruð, eru einnig notuð um Þorlák bisk-
up helga: „Sú var þá hans iðja, er hann var á ungum aldri,
at hann var longum at hóknámi, en at riti optliga, á bœn-
um þess í millum, en nam, þá er eigi dvalði annat, þat er
móðir hans kunni kenna honum: œttvísi ok mannfræSiu. t
sjálfu sér er það býsna eftirtektarvert, að þessi tvö orð eru
höfð um þá Þorlák og Eystein, og auðsæilega eru merkingar
þeirra skyldar. Báðir eru þeir uppi á tólftu öld, Þorlákur er
fæddur árið 1133, og fyrir miðja öldina er hann farinn að
nema ættvísi og mannfræði af móður sinni. Eysteinn Magn-
ússon konungur lézt árið 1122, og ber mannlýsing hans vitni
um ættfræðiáhuga með norsku hirðinni við upphaf elleftu
aldar.
Til gamans má minna á það, að orðin áttvisi og mann-
frœSi eru bæði notuð í Bárðar sögu Snæfellsáss. Þar er Dofri
látinn venja Dumb á alls kyns íþróttir og œttvísi og vígfimi,
og Bárður er sagður hafa kennt Eið Skeggjasyni lögspeki og
mannfrœSi. Miklu athyglisverðari er þó notkun orðsins mann-
fræði í Hugurvöku, en höfundur hennar segir, að einn til-
gangurinn með ritun bókarinnar sé að teygja til þess unga
menn, að kynnast vort mál að ráða, það er á norrænu er rit-
að: lög eða sögur eða mannfrœSi.
Eins og ég hef þegar drepið á, þá er auðsæilega eitthvert
merkingarsamband með orðunum „ættfræði“ og „mann-
fræði“, en þó eru heimildir ekki nógu skýrar til þess, að
unnt sé að skilgreina hugtökin til fullrar hlítar. Að öllum
líkindum mun orðið ættvísi merkja ættfræði, en mannfræði
virðist hafa verið notuð um fróðleik, sem varðaði ævi manna
og afrek.
Óvíst er, hve snemma var farið að rita ættarfróðleik hér
á landi, en slíkt mun vera tengt við ritun Landnámu. Margt
bendir til þess, að elzta gerð hennar hafi verið samin á bisk-
upsárum Jóns Ögmundarsonar, 1106 til 1122. Höfundur þess-
arar bókar voru þeir Ari Þorgilsson og Kolskeggur Ásbjamar-
son, en báðir hlutu þeir virðingarheitið hinn fróSi. Þótt varð-
veittar gerðir Landnámu séu miklum mun yngri, þá bera þær