Skírnir - 01.01.1965, Page 188
170
Hermann Pálsson
Skímir
með sér ýmis einkenni, sem benda ákveðið til fyrstu ára-
tuga tólftu aldar. Um þetta efni hefur Barði Guðmundsson
ritað merkilega grein, en auk þeirra raka, sem hann telur
þar upp og sýna mikinn aldur Frumlandnámu, er hægt að
auka þar ýmsum atriðum við. (12)
1 Þórðarbók Landnámu er merkilegur kafli um ritun land-
náma og ættarfróðleiks, og gæti hann verið runninn frá Ara
fróða:
Þat er margra manna mál, at þat sé óskyldr
fröÓleikr at rita landnám, en vér þykkjumsk heldr
svara kunna útlendum mQnnum, þá er þeir bregSa
oss því, at vér sém komnir af þrælum éSa ill-
mennum, ef vér vitum víst várar kynferöir sann-
ar; svá ok þeim mqnnum, er vita vilfa forn frœSi
éSa rekja ættartQlur, at taka heldr at upphafi til
en hQggvask í mitt mál, enda eru svá allar vitrar
þjöSir, at vita vilja upphaf sinna landsbyggSa, éSa
hvers hvergi til hefjask, eSa kynslöSir.
Hér gætir auðsæilega svipaðrar afstöðu til fornra fræða
og fram kemur í FM. í báðum er vitnað af hrifningu til
fræðaiðkana með öðrum þjóðum. Orðin „vitrar þjóðir“ munu
að öllum líkindum einkum lúta að Englendingum og einnig
ef til vill að Irum eða Frökkum. Það er talið til menningar-
einkenna að vilja vita um upphaf þjóðar sinnar, en bæði
Englendingar og írar röktu ættir aftur til fomra innflytj-
enda í löndum sínum eins og Islendingar gerðu. Þótt ætt-
fræði Landnámu virðist í fljótu bragði ekki vera aðalatriði,
þá mun öllum skiljast, hve mjög hún myndi missa marks,
ef þeirra nyti ekki við. Ættartölur hennar gegna tvenns kon-
ar hlutverki. 1 fyrsta lagi rekja þær skyldleika ýmissa tig-
inna manna innbyrðis og kynferði þeirra aftur til konunga,
jarla og hersa, og í öðm lagi sýna þær tengsl tólftu (og í
síðari gerðum þrettándu) aldar manna við fortíðina. Á dög-
um Ara fróða hefur verið eitthvað um andspymu gegn ætt-
fræði og ritum um hana, en þegar fram líða stundir, öðlast
hún meiri viðurkenningu. Sé Landnáma upphaflega samin
á fyrsta áratug tólftu aldar eða þar um bil, og FM um ald-